Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 45

Réttur - 01.01.1973, Síða 45
DRÖG AÐ STEFNUSKRÁ FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ „Réttur'1 hefur í þrem fyrstu heftum siðasta árs birt uppkast að stefnuskrá, er lá fyrir siðasta lands- fundi Alþýðubandalagsins. Var i 3. heftinu lokið höfuðkaflanum, er var 2. kafli og hét „Þjóðfélagið“. Nú birtast lokakaflarnir tveir: III. kafli: Markmið (fjórar greinar) og IV. kafli: Flokkurinn (ein grein). EIGNARFORM Eignarhald í sósíalísku þjóðfélagi verður að vera með þeim hætti að helztu framleiðslutækin séu sameign þjóðfélagsins eða þeirra sem við þau vinna. Almannarekstur og samvinnurekstur verður að vera ríkjandi rekstrarform og i höndum rikisins, sveitarfélaga og samtaka þeirra, samvinnufélaga með hefðbundnu sniði og samvinnufélaga starfs- manna svo og ýmiss konar almannasamtaka. Hin vinnandi stétt verður samtímis að vera eignarstétt til þess að eyða mótsetningu milli auð- magns og vinnu. Hún verður að hafa ráð yfir fram- leiðslukerfinu til þess að það starfi óhindrað til fullnægingar á þörfum hennar en ekki sem gróða- vél auðstéttar með tilheyrandi stéttaárekstrum og arðráni. Aðeins þannig getur framleiðslukerfið starfað með fullum afköstum til að fullnægja þörf- um manna. Aðeins þannig getur skipting þjóðar- tekna orðið jafnari í anda sósíalískra hugsjóna. Jafnframt yrði höfð hliðsjón af afköstum og fram- lagi hvers og eins til verðmætaaukningar i þjóð- félaginu, en tekjuskiptingin ekki látin stjórnast af eignarhaldi eða yfirráðum auðstéttar. Sósialískt eignarhald og félagsrekstur er for- senda þess að maðurinn verði herra sjálfs síns en ekki leiksoppur kapítalískra efnahagslögmála — og þar með skilyrði fyrir þvi að efnahagslegt lýð- ræði ríki. Stytting vinnudags, hækkun lágmarks- launa og aukinn launajöfnuður, efling trygginga- kerfis og réttlátara skattakerfis kemur þá strax á dagskrá. Svo háttar til hérlendis að opinber fyrirtæki eru tiltölulega mörg, en þau eru sett á stofn og rekin á kapítalíska vísu með heildarhagsmuni auðstéttar- innar fyrir augum eins og sést oft étakanlega þegar þeim er beitt gegn verkafólki i hagsmunaárekstrum stéttanna. Við sósialiska yfirtöku mundi formlega 45

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.