Réttur


Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 45

Réttur - 01.01.1973, Qupperneq 45
DRÖG AÐ STEFNUSKRÁ FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ „Réttur'1 hefur í þrem fyrstu heftum siðasta árs birt uppkast að stefnuskrá, er lá fyrir siðasta lands- fundi Alþýðubandalagsins. Var i 3. heftinu lokið höfuðkaflanum, er var 2. kafli og hét „Þjóðfélagið“. Nú birtast lokakaflarnir tveir: III. kafli: Markmið (fjórar greinar) og IV. kafli: Flokkurinn (ein grein). EIGNARFORM Eignarhald í sósíalísku þjóðfélagi verður að vera með þeim hætti að helztu framleiðslutækin séu sameign þjóðfélagsins eða þeirra sem við þau vinna. Almannarekstur og samvinnurekstur verður að vera ríkjandi rekstrarform og i höndum rikisins, sveitarfélaga og samtaka þeirra, samvinnufélaga með hefðbundnu sniði og samvinnufélaga starfs- manna svo og ýmiss konar almannasamtaka. Hin vinnandi stétt verður samtímis að vera eignarstétt til þess að eyða mótsetningu milli auð- magns og vinnu. Hún verður að hafa ráð yfir fram- leiðslukerfinu til þess að það starfi óhindrað til fullnægingar á þörfum hennar en ekki sem gróða- vél auðstéttar með tilheyrandi stéttaárekstrum og arðráni. Aðeins þannig getur framleiðslukerfið starfað með fullum afköstum til að fullnægja þörf- um manna. Aðeins þannig getur skipting þjóðar- tekna orðið jafnari í anda sósíalískra hugsjóna. Jafnframt yrði höfð hliðsjón af afköstum og fram- lagi hvers og eins til verðmætaaukningar i þjóð- félaginu, en tekjuskiptingin ekki látin stjórnast af eignarhaldi eða yfirráðum auðstéttar. Sósialískt eignarhald og félagsrekstur er for- senda þess að maðurinn verði herra sjálfs síns en ekki leiksoppur kapítalískra efnahagslögmála — og þar með skilyrði fyrir þvi að efnahagslegt lýð- ræði ríki. Stytting vinnudags, hækkun lágmarks- launa og aukinn launajöfnuður, efling trygginga- kerfis og réttlátara skattakerfis kemur þá strax á dagskrá. Svo háttar til hérlendis að opinber fyrirtæki eru tiltölulega mörg, en þau eru sett á stofn og rekin á kapítalíska vísu með heildarhagsmuni auðstéttar- innar fyrir augum eins og sést oft étakanlega þegar þeim er beitt gegn verkafólki i hagsmunaárekstrum stéttanna. Við sósialiska yfirtöku mundi formlega 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.