Réttur


Réttur - 01.01.1973, Side 47

Réttur - 01.01.1973, Side 47
Hérlendis hefur þetta verið áþekkt hin síðari ár. Athuguð hefur verið þróun heildarstærða í þjóð- arþúinu (þjóðartekjur, útflutningur o. s. frv.) og spáð um þær. I tengslum við fjárlög hefur verið unnið að afmörkuðum éætlunum um opinberar framkvæmdir eins og vegagerð, skólabyggingar o. fl. Einnig hefur verið unnið smávegis að samningu svæðaáætlana að þvi er snertir samgöngur og staðsetningu sjúkrahúsa, skóla o. fl. Hins vegar er hvergi snert á undirstöðum þeirra, aðalatvinnu- greinunum, heldur þær eftirlátnar tilviljunarkenndri rás atburðanna. I dvergvöxnu þjóðfélagi er áætlunarbúskapur sér- staklega brýnn til þess að unnt sé að styrkja efna- hag þess til jafns við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Framkvæmdir við fjárfestingu þurfa að vera studdar haldgóðum tækni- og efnahagslegum rökum en ekki veljast af handahófi. Ennfremur veitir áætlunarbúskapur aukna möguleika til að taka tillit til markmiða, sem trauðla verða sett fram i efnahagslegum kennitölum og snerta t. d. náttúru- vernd, umhverfismál og menningarkröfur. Þannig verði fyrst og fremst keppt að því að fullnægja þörfum almennings, en ágóði verði aðeins bók- haldsleg reikningsstærð sem gefi til kynna sem minnstan tilkostnað við að ná settum markmiðum. Ríkisvaldið verður að standa að samræmdri áætlunargerð um rekstur og þróun þjóðarbúsins. Meginverkefnið er að vinna að áætlunargerð fyrir helztu atvinnugreinarnar og menntakerfið. Viðfang áætlananna yrði tækni, þróunarkostir og tilkostn- aður hverrar greinar og þá horft til mismunandi langs tima eftir eðli þess sem um er fjallað. Með sliku starfi fengjust niðurstöður um bæði raunveru- lega og æskilega framleiðslubyggingu og afkasta- getu efnahagslífsins i heild. Áætlanir um helztu atvinnugreinar í landinu yrðu forsenda að öðru á- estlunarstarfi, þ. á m. starfi að svæðaáætlunum, sem fjölluðu um undirstöður atvinnulifsins á hverj- um stað og um innri skipan byggðarinnar. Ársáætlanir yrðu svo aftur hinar eiginlegu fram- kvæmdaáætlanir. Þær byggðu á því starfi sem unnið hefði verið við langtimaáætlanir og svæða- áætlanir, gengju út frá fjárhagsgetu, gjaldeyris- öflun o. fl. Hér væri um að ræða ríkisframkvæmdir i tengslum við fjárlög og ekki síður áætlunarmark- mið á öðrum sviðum sem ráðuneyti, bankar og aðrar stofnanir yrðu bundnar af í athöfnum sinum. Svipað yrði um að ræða innan byggða og sveitar- félaga. Áætlunarbúskapurinn yrði að sjálfsögðu að taka tillit til eðliskosta þess ferils sem hann ætlar að hafa stjórn á, þ. á m. sveiflna af náttúrunnar völd- um, ófyrirséðra atburða o. fl. Markaður yrði áfram við lýði og lögmál hans, þó ekki fengju þau að stjórna öllum efnahagslegum athöfnum manna. Hlut- verk markaðains mundi einskorðast við eftirlit með daglegum rekstri, við örvun til lægri framleiðslu- kostnaðar og sem mælikvarði á smærri atriði i efnahagslífinu, svo sem á ýmsar neyzlugreinar og á þjónustustörf. FÉLAGS- OG MENNINGARMÁL Með því að skuldbinda ..neytendur" til að full- nægja sem flestum þörfum sínum I formi einkaneyzlu leitast auðvaldsskipulagið við að sníða alla lífs- og menningarhætti eftir hagsmunum einkagróðans. Sem sósíalískur verkalýðsflokkur berst Alþýðu- bandalagið fyrir nýrri tegund lífshátta og menning- ar — sósialisku þjóðfélagi, þar sem félagslegum þörfum almennings verði fullnægt með ríkulegri sameiginlegri þjónustu. Hið sósíalíska skipulag, sem Alþýðubandalagið stefnir að, felur í sér m.ö.o. breytingu á valdabyggingu þjóðfélagsins, félagsleg- um tengslum og menningarháttum. Markmiðið er að gera mönnum kleift að laga tengsl sin við náungann og umhverfið eftir mannlegum gildum, skapa einstaklingunum sem jafnasta aðstöðu til að höndla lífsgæði og hafa áhrif á féiagsleg lifsskilyrði sín. Frelsishugsjón sósialismans er því ósamrým- anleg frelsi auðmagnsins sem helgar yfirráð fá- mennrar stéttar yfir lifsskilyrðum almennings. Það er hlutverk Alþýðubandalagsins að vera leiðandi afl i baráttu launafólks fyrir bættum kjör- um i viðtækustu merkingu orðsins. Sú barátta verð- ur ekki árangursrik nema hún sé aöhæfð sósíal- ískum markmiðum. Hér á eftir verða upp talin nokkur atriði, sem eru mikilvæg i sókninni til sósí- alisks þjóðfélags: a) Virkt lýðræði sem felist m.a. í því, að hlut- aðeigandi sé tryggður réttur og aðstaða til að eiga hlut að töku ákvarðana, sem varða kjör þeirra. Til framdráttar þessu stefnumiði berst Alþýðu- bandalagið fyrir: 47

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.