Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 50

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 50
hefur setið, víki á brott, enda er slík herseta ekki einungis hættuleg íslenzku þjóðerni og sjálfsfor- ræði, heldur eykur hún jafnframt á spennu og við- sjár i sambúð ríkja og gæti valdið þjóðinni miklum áföllum eða jafnvel tortimingu, ef til stórstyrjaldar drægi. Dvöl hins bandaríska herliðs hér er því í senn bæði hættuleg og ósamboðin Islendingum sem vopnlausri þjóð og friðunnandi. Jafnframt vill Alþýðuþandalagið gera sitt til að erlendri hersetu i öðrum þjóðlöndum, hvar sem er, linni sem fyrst. Það lítur einnig svo á, að virð- ing fyrir rétti þjóða — og þá ekki sizt smáþjóða — til að ráða málum sínum sjálfar, sé mikilvæg undir- staða friðsamlegrar samþúðar, frelsis og framfara hvar sem er í heiminum og hernaðarblokkir og keppni stórvelda um herstöðvar, aðstöðu og áhrifa- svæði bjóði heim aukinni stríðhættu og beinni eða óbeinni undirokun smærri þjóða. Alþýðubandalagið vill því að Island segi sig úr Atlanzhafsbandalag- inu, taki upp virka hlutleysisstefnu og eigi hlut að þvi í orði og verki, að hernaðarþandalög stórveld- anna — í Evrópu og annarsstaðar verði leyst upp og gagnkvæm samningsbundin öryggiskerfi komi í staðinn. Það leiðir af eðli Alþýðubandalagsins sem sósí- alísks flokks að það hefur fyllstu samúð með frels- isbaráttu kúgaðra þjóða, þjóðarbrota og stétta hvar sem er og telur sér skylt að leggjast gegn yfirgangi og ítökum auðhringa og ráns- og nýlendu- styrjöldum. Jafnframt vill það fyrir sitt leyti eiga hlut að því að brúa bilið milli rikra þjóða og snauðra og styðja að því að gert verði samfellt og samstillt átak til að styrkja svonefnd þróunarlönd í sjálfsbjargarviðleitni sinni, og hætt þeim skolla- leik, sem tíðkast hefur í þeim málum um hríð, að hrifsa það margfalt aftur af þeim með annarri hendinni, sem boðið er fram með hinni. Alþýðubandalagið telur sjálfsagt, að Island eigi sem vinsamlegust samskipti við öll önnur ríki; einkum vill það þó stuðla að nánari tengslum við aðrar Norðurlandaþjóðir og aukinni norrænni sam- vinnu bæði i menningar- og efnahagsmálum sem og á alþjóðavettvangi. Islenzkt efnahagskerfi er þannig vaxið, að land- ið á flestum rikjum meira undir utanríkisverzlun og viðskiptum — og er viðkvæmt fyrir öllum sveiflum og áföllum á þeim vettvangi. Slikri aðstöðu fylgir jafnan talsverður vandi og áhætta ekki sízt þar, sem smáþjóð á í hlut, og sá vandi varðar ekki aðeins efnahagsafkomuna, heldur og stundum líka stjórnmálin, með þvi að utanaðkomandi efnahags- legum þvingunum er ósjaldan beitt í pólitisku skyni. Alþýðubandalagið leggur því ríka áherzlu á, að Island einskorði ekki innflutning sinn eða útflutn- ing við einstök markaðssvæði eða ánetjist mark- aðsbandalögum, sem skerða sjálfsforræði þess í pólitiskum efnum eða full umráð yfir eigin auðlind- um. Það telur sjálfsagt og nauðsynlegt að kynna sem bezt íslenzkar framleiðsluvörur og afla við- skiptasambanda sem víðast til að tryggja svo sem auðið er, öryggi þjóðarinnar í þessum efnum. Hér hefur verið drepið á nokkur höfuðatriði í þeirri utanríkisstefnu, sem Alþýðubandalagið telur að Islandi beri að fylgja — og sé allt i senn í sam- ræmi við alþjóðahag og — velferð og sögulega erfð þjóðarinnar og framtíðarheill. Fyrir slíkri stefnu ber málsvörum þjóðarinnar að beita sér I orði og verki á alþjóðavettvangi, á þingum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum fundum. Og fyrir slíkri stefnu skyldi mælt af þeirri hreinskilni og höfðingjadirfsku, sem forðum var talin aðalsmark islendinga. Á þann hátt gæti þjóðin öðlazt aftur þá reisn og sjálfsvirðingu sem hún hefur verið að glata — sem og þá virðingu annarra, sem einhvers er um vert, og með því móti gæti hún helzt látið eitthvað gott af sér leiða í samfélagi þjóðanna. FLOKKURINN Alþýðubandalagið sem sósíalískur verkalýðs- flokkur er í grundvallaratriðum öðruvísi en aðrir stjórnmálafl. í landinu. I því felst tilveruréttur þess. Alþýðubandalagið á að vera hvati í söguþróuninni til fullkomnari þjóðfélagshátta en þeirra er nú ríkja, til sósíalismans. Af þessum sökum er það gagn- rýninn flokkur, sem ekki tekur neinum þjóðfélags- aðstæðum sem gefnum og óumbreytanlegum. Rann- sókn á liðinni sögu, krufning á vandamálum sam- tíðarinnar og yfirleitt félagsleg greining (analýsa) er sú undirstaða sem þjóðfélagsleg gagnrýni flokksins hvílir á. En driffjöðrin til starfsins er eðli flokksins sem verkalýðsflokks, sem málsvara al- þýðunnar. Verulegur hluti af flokksmönnum hlýtur að vera úr alþýðustéttum, og leggja ber áherzlu á, að milli flokks og verkalýðshreyfingar sé stöðug víxlverkan, báðum til styrktar. Sambandið þar á 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.