Réttur


Réttur - 01.01.1973, Side 53

Réttur - 01.01.1973, Side 53
1954 24■ jan. Eftirmaður Rusks, W. Robertson, kveður Bandaríkin jafnan reiðubúin að beita vopnavaldi gegn Rauða-Kína, en meginstefn- an sé að „leysa vandamál þess með aðgerð- um, er mundu flýta fyrir sundrungu innan- lands." ]úli. Bandaríkin og Kína taka ásamt fleir- um, þátt í Genfarráðstefnunni um Indókína. John F. Dulles utanríkisráðherra neitar að taka í hönd Sjú En-læs! Agúst. „Taiwansundsdeilan fyrri". Peking- stjórnin svarar hernaðarviðbúnaði Tshang Kæ-sheks með stórskotaárásum á strandeyj- arnar Matsu og Quemoy sem hinn síðarnefndi hefur á valdi sínu. 14. október. Suðaustur-Asíubandalagið. (SEATO) stofnað, einkum fyrir tilstilli Dull- esar. Þar með treysta Bandaríkin herkví sína um Kína og færa S-Víetnam undir skjöld innilokunarstefnunnar. 1. des. Bandaríkin og Tshang Kæ-shek gera með sér „varnarbandalag". 1955 23. apríl. I lok ráðstefnu ríkja „þriðja heimsins" í Bandung boðar Sjú En-læ að „kínverska stjórnin sé reiðubúin til samn- ingaviðræðna við Bandaríkin um bætta sam- búð í Austurlöndum fjær, sérstaklega varð- andi Taiwan". 1. ágúst. Viðræður hefjast milli ambassa- dora Bandaríkjanna og Kína í Genf. Við- ræðufundir eiga sér síðan stað öðru hverju, frá 1958 að telja í Varsjá, án teljandi árang- urs. 4- ágúst. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðhæfir: „Bandaríkin hyggjast ekki hleypa Pekingstjórninni að SÞ." 1956 18. jan. Samkomulag næst að nokkru milli ambassadoranna um gagnkvæm skipti á kín- verskum og bandarískum föngum. 1958 6. ágúst. „Taiwandeilan síðari". Stórskota- lið Kínverja hefur að nýju skothríð á strand- eyjarnar. 4- sept. Kína færir landhelgi sína út í 12 mílur (úr 3). Þessi ákvörðun tekur til strand- eyja, svo og Taiwan. Bandaríkjastjórn kveðst ekki munu virða þessa ákvörðun. 26. okt. Kínverjar ákveða að skjóta á Quemoy annan hvern dag og minna þannig á yfirráðarétt sinn. Sovétstjórnin reynist and- víg þessari ráðstöfun. 1963 8. ágúst. Mao Tse-tung gefur út yfirlýsingu um kynþáttavandamálið í Bandaríkjunum. 1964 Agúst. Fjöldafundir haldnir víðs vegar í Kína til að mótmæla loftárásum Bandaríkj- anna á N-Víetnam. 1965 Sept. Chen Yi utanríkisráðherra lýsir því yfir að Kínverjar séu reiðubúnir að berjast, ef bandarískir innrásarmenn freisti gæfunnar í landi þeirra. 1966 Upphaf menningarbyltingar. Fulltrúi Kín- verja á Varsjárfundunum, Wang ambassador, birtir harðorða ákæru gegn herkvíastefnu Bandaríkjanna og „hernámi Formósu". 1968 16. apríl. Mao birtir stuðningsyfirlýsingu við baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. 26. nóv. Utanríkisráðh. Kínverja kveður mögulegt að ná samkomulagi við Bandaríkin um friðsamlega sambúð, að því tilskildu að þau dragi herlið sitt frá Taiwan og Taiwan- 'sundi. 1969 Jan.—marz. R. Nixon tekur við forseta- embætti. Utanríkisráðh. hans, W. Rogers, boðar að hin nýja ríkisstjórn hyggist leita eftir „uppbyggilegri tengslum við Peking". 53

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.