Réttur


Réttur - 01.01.1973, Page 54

Réttur - 01.01.1973, Page 54
21. júní. Bandarísk stjórnvöld lina nokkuð löggjöfina um viðskipta- og samgöngubann við Kína. 1970 18. febr. Nixon lýsir yfir í boðskap sínum til þjóðþingsins: „Það er okkur hagkvæmt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að bæta sambúðina við Peking.” 20. nóv. Tillaga um inngöngu kínverska alþýðulýðveldisins í SÞ fær í fyrsta sinn hreinan meirihluta á Allsherjarþinginu (51: 49 atkv.), en meirihluti fulltrúanna (67:52) fylgdi enn því sjónarmiði Bandaríkjastjórnar að þetta mál væri „mikilvægt” og 2A hluta atkvæða þyrfti því til að samþykkja að:ld, svo að hún teldist fullgild. 1971 25. febr. I boðskap sínum til þjóðþingsins talar Nixon í fyrsta skipti um „Kínverska alþýðulýðveldið” (í staðinn fyrir „Rauða- Kína” o. þ. 1.). Kveðst hann reiðubúinn að hefja viðræður við forystumenn þess, án þess þó að segja skilið við Taiwan. 8. marz. I kjölfar stóraukinna loftárása Bandaríkjahers á Víetnam og Laos fer Sjú En-læ til Hanoi og lýsir yfir að „kínverska þjóðin muni ekki veigra sér við hinum mestu fórnum". 15. marz. Bandaríkjastjórn afléttir tak- mörkunum á ferðum bandarískra borgara til Kína. 14-—17. apríl. Flokkur bandarískra borð- tennisleikara dvelst í Peking þar sem Sjú En-læ veitir þeim opinbera móttöku. A með- an lýsir Nixon yfir á blaðamannafundi: „Við erum reiðubúnir að ganga lengra, en Kín- verjum ber að stíga fyrsta skrefið." Bandaríski blaðamaðurinn Edgar Snow upplýsir þá að Mao Tse-tung hafi tilkynnt sér, 18. des. sl., að hann væri fús til að eiga fund með Nixon. 26. apríl. Stjórnskipuð nefnd, undir forystu H. Cabot Lodge, lýsir sig hlynta því að „Pek- ingstjórnin" fái aðild að SÞ, við hlið Taiwan- stjórnarinnar. Hér er mörkuð sú stefna sem Bandaríkin reyna að knýja fram á Allsherjar- þinginu n.k. haust. 29. apríl. Nixon lýsir yfir að hann óski að fara til Kína innan skamms. 10. júní. Bandaríkin aflétta viðskiptabanni við Kína, að því er snertir vörur „án hern- aðarlegrar þýðingar". 9. júlí. H. Kissinger fer á laun til Peking til fundar við Sjú En-læ. Sex dögum síðar er tilkynnt samtímis í báðum höfuðborgun- um að Bandaríkjaforseti muni halda til Kína fyrir maílok 1972. 2. ágúst. W. Rodgers lýsir yfir að Banda- ríkin muni beita sér fyrir „tvöfaldri aðild" Kína að SÞ, þar eð hvor ríkisstjórn um sig geri tilkall til þess að vera eina lögmæta ríkisstjórn Kína. Af þessum sökum muni Bandaríkin stuðla að því á Allsherjarþinginu að Kínverska alþýðulýðveldið hljóti sæti og „snúast gegn hverri þeirri tillögu sem stefnir að því að vísa brott Kínverska lýðveldinu (þ.e. Taiwan. Þýð.) eða svipta það á einhvern annan hátt aðild að stofnunum hinna Sam- einuðu þjóða". 25. okt. Allsherjarþing SÞ hafnar tillögu Bandaríkjanna um „tvöfalda aðild" og sam- þykkir með tilskildum meirihluta atkvæða (76:35; 17 sátu hjá) að veita Kínverska al- þýðulýðveldinu sæti Kína hjá SÞ. Þar með verða fulltrúar Taiwanstjórnarinnar að víkja af þingi svo og úr Oryggisráðinu. Þessi úrslit eru mesti „diplomatiski" ósigur sem Banda- ríkin hafa beðið. 30. nóv. H. Kissinger álítur að Taiwan- málið verði að leysa með beinum viðræðum milli Peking og Taipeh (höfuðborgar Taiwan). 1972 17. febr. Nixon heldur af stað til Peking. 54

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.