Réttur


Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 55

Réttur - 01.01.1973, Blaðsíða 55
BANDARÍKJAMENN TÚLKA STEFNU STJÓRNAR SINNAR A fundi fjárveitinganefndar fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings, 26. janúar 1954, lagði Frederic R. Coudert þingmaður eftirfarandi spurningar fyrir Walter S. Robertson, þáv. varautanríkisráðherra: Spyrjandi: „Er það rétt skilið að þér sögð- uð að stefna okkar gagnvart Kína og For- mósu byggðist á stöðugri hótun um hernað- araðgerðir gagnvart Rauða-Kína, í þeirri von að einhverjir af innviðum þess hrynji?" Robertson: „Já, ég er þeirrar skoðunar." Spyrjandi: „Þýðir það ekki í meginatriðum að Bandaríkin hyggist viðhalda um óákveð- inn tíma yfirdrottnun sinni í Austurlöndum fjær?" Robertson: „Jú, einmitt". ☆ ★ ☆ Á fundi með fjárveitinganefnd, 10. febrúar 1955, lýsti Robertson ennfremur yfir: „Von okkar um lausn Kínamálsins er ... bundin við aðgerðir sem munu stuðla að upplausn (ríkisins) innan frá". ☆ ★ ☆ IJm viðbrögð kínverskra forustumanna við ögrunar- og innilokunarstefnu Bandaríkjanna hefur bandaríski blaðamaðurinn Edgar Snow skrifað eftirfarandi: „Eg hef það eftir „áreiðanlegum heimild- um" í Peking að Mao hafi látið eftirfarandi orð falla, árið 1957, við júgóslavneskan embættismann sem þar var í heimsókn: Við óttumst ekki kjarnorkusprengjuna. Við ráðum yfir mjög víðlendu landsvæði og miklum mannfjölda. Hvað gerðist ef þær eyddu allt að 300 000 000 manns? Margir okkar myndu samt lifa þær af. Kína yrði síðasta landið sem eyðilegðist. Setjum svo að Mao hafi aldrei sagt þetta, einhver hefði samt orðið að leggja þessi orð í belg. Slík hugmynd hlýtur að sækja að öllum sem leita skýringar á því að í kínverskum dagblöðum finnast engin viðvörunarorð um ægimátt vetnisvopna og hjálparleysi Kínverja andspænis þeim ... Setjum svo að Mao standi stuggur af kjarn- orkustríði. Setjum svo að hann sé vantrúaður á friðsamlegan ásetning bandarískra hersveita í Suðaustur-Asíu og Kóreu, á sjáifri Taiwan, og ímyndi sér að þær séu að búa sig undir að greiða „skyndihögg" með vetnisvopnum. Hvað mundi hann taka til bragðs? Setjum okkur fyrir sjónir hvernig horfði ef aðstæð- ur snerust við: Ef Kína veitti kommúnískum, bandarískum hershöfðingja á Hawaieyjum hernaðarstuðning, ef Kína hefði flugbæki- stöðvar í Kanada og Mexíkó, ef kínverskar njósnaflugvélar væru daglega á sveinmi yfir bandarísku landsvæði og Kína hefði yfir kjarnorkuvopnum að ráða, en Bandaríkin ekki, hvað mundi forseti vor þá taka til bragðs? Mundi hann draga kjark úr banda- rísku þjóðinni með því að útmála fyrir henni ógnir vetnisstríðs og máttleysi hennar gagn- vart því? Mundi hann snúast til kommún- isma? Eða mundi hann segja þjóð sinni að æðrast hvergi, herða upp hugann, sækja á brattann, bera traust til framtíðar, og leggja á meðan allt kapp á að fullgera sprengj- una?" Edgar Snow: China, Rnssia, U.S.A., New York, 1962, bls. 631—32. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.