Réttur


Réttur - 01.01.1973, Síða 57

Réttur - 01.01.1973, Síða 57
Amilcar Cabral. PAIGC („Hins afríkanska sjálfstæðisflokks Guineu og Grænhöfðaeyja) og hefur „Réttur” áður sagt frá baráttu hans. (1970, 4. hefti). Sjálfstæðishreyfingin undir ágætri forustu hans hafði mestalt landið á valdi sínu, nema helztu bæina. Frelsisherinn er aðeins um 8 til 10 þúsund manns, en her nýlendukúgar- anna, um 45000, hefur ekkert við honum, því alþýðan stendur með frelsishernum. Hef- ur þó her Portúgal beitt sömu níðingsaðferð- unum og Bandaríkin í Víetnam: eitrun jarð- ur, pindingar manna o. s. frv. — Og þetta eru bandamenn Islands og Nato heldur ný- lenduhernum uppi!! — Cabral hafði þegar skipulagt hinn frelsaða hluta Guineu: skólar, kaupfélög, alþýðu- tryggingar, sjúkrahjálp — allt þetta var í fullum gangi, en ekkert af því þekktist undir stjórn Portúgals, undir verndarvæng Atlanz- hafsbandalagsins. Kosningar höfðu farið fram í frjálsu Guineu og ætlunin var að lýsa yfir sjálfstæði landsins í ár. Amilcar Cabral var einhver mest metni leiðtogi frelsishreyfinganna í Afríku, tryggur frelsishugsjóninni og raunsær í senn, jafnfær sem þjóðarleiðtogi til uppbyggingar frjálsu landi sem baráttuforingi í frelsisstríði. Eg hef eitt sinn hitt þennan mann og vart hitt mann, sem meiri samúð vekur. Og nú er hann fall- inn fyrir morðingjum Nato-ríkis. Enn halda áfram að vera til menn á Islandi, sem álíta að við, sem vorum kúguð nýlenduþjóð í sex aldir, eigum heima í því bandalagi nýlendu- kúgara og morðingja. E. O. GUATEMALA Frá því lýðræðisstjórn Arbenz var steypt af stóli í Guatemala 1954 með innrás skipu- lagðri af bandarísku leyniþjónustunni CIA, hefur afturhaldsstjórnin þar látið drepa um 15000 manns og haldið völdum með slíkri ógnarstjórn. Síðast tókst henni að fangelsa og myrða nokkra af forustumönnum Verka- mannaflokks Guatemala, sem er mjög rót- tækur marxistaflokkur. Meðal Jxárra voru B. A. Monzon, aðalritari flokksins, M. S. Joroma, C. R. V. y Valle, H. B. Klee, C. A. Jerez og M. A. Hernández, sem allir voru í miðstjórn flokksins og Fantina Rodríguez, sem og var í flokknum. Voru þau öll pínd og síðan myrt. Islenzka ríkisútvarpið og blöðin þegja vendilega um alla slíka ógnarstjórn amerískra leppa, nema Halldór Sigurðsson í „Þjóðvilj- anum." ÍTALIA ítalska afturhaldið hefur nú orðið að sleppa stjórnleysingjunum Valpreda og tveim félögum hans úr „rannsóknarfangelsi" eftir 57

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.