Réttur - 01.01.1973, Page 62
'lí '< *-■
INNLEND
VÍÐSJÁ
2. og 3. desember: Haldin í Reykjavík
ráðstefna herstöðvaandstæðinga.
2. desember: Bjarni Þórðarson bæjarstjóri
í Neskaupstað hefur sagt starfi sínu lausu
með sex mánaða uppsagnarfresti. Hann hefur
verið bæjarstjóri frá 1930.
17. desember: Ákveðið að lækka gengi
krónunnar um 10,7%. Ákvörðun tekin sam-
hljóða í ríkisstjórninni. Miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins og þingflokkur voru ándvíg
gengislækkun, en flokkurinn taldi rétt að
fallast á lækkun gengisins til samkomulags
innan stjórnarinnar. Það voru Samtök frjáls-
lyndra, sem fluttu tillöguna um gengislækk-
un innan stjórnarinnar. Lúðvík Jósepsson
lagði á það áherzlu í ræðu sinni á alþingi
um þetta mál að grundvallarmunur væri á
þessari gengislækkun og hinum fyrri þar sem
nú eru allir kjarasamningar í gildi og vísi-
talan mælir verðhækkanir. Lúðvík og
Magnús Kjartansson lögðu báðir áherzlu á
að gengislækkunin leysti ekki verðbólgu-
vandann heldur yki hann jafnvel.
18. desember: Bjarni Guðnason segir sig
úr þingflokki Samtaka frjálslyndra vegna af-
stöðu flokksins til gengisfellingarinnar.
21. desember: Ákveðið á ríkisstjórnarfundi
að stjórnmálasamband verði tekið upp við
Hanoi.
23. desember: Iðnaðarráðherra krefst rann-
sóknar á Búrfellslínu I, sem hefur bilað í
mánuðinum og valdið truflunum og tjóni.
Síðan kemur í Ijós að Búrfellslína II er
einnig í ólagi.
31. desember: Haldinn fjölmennur mót-
mælafundur vegna stríðsins í Víetnam og
magnaðra loftárása Nixons.
11. janúar: Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra mótmælir eindregið afskiptum brezkra
og vestur-þýzkra eftirlitsskipa af störfum
varðskipanna íslenzku. Vestur-þýzk sam-
bandsríki — fjögur — hóta að setja innflutn-
ingsbann á íslenzkan fisk.
12. janúar: Kjaramálaráðstefna ASÍ haldin
þar sem fjallað var um síðustu efnahagsráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar.
Atli Dam lögmaður Færeyinga lýsir yfir
að hann muni innan skamms halda til Dan-
merkur til þess að biðja um samninga við
Breta um landhelgismálin. „Nýr flesksamn-
ingur virðist vera í uppsiglingu" segir Erlend-
ur Patursson í viðtali við Þjóðviljann.
18. janúar: Varðskip hafa nú skorið aftan
úr 17 veiðiþjófum.
Brezkir togaraskipstjórar hóta að sigla
heim fái þeir ekki herskipavernd á Islands-
miðum.
46 vísindamenn við Hafrannsóknarstofn-
unina í Kiel lýsa stuðningi við okkar sjónar-
mið í landhelgismálinu.
19. janúar: Brezka stjórnin vill ekki senda
herskip — en sendir dráttarbát undir
líberísku flaggi!
Sjálfkjörið í stjórn Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
62