Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 2
lægjuhættinum undir hið vestræna auðvald, sem réð smánarsamningnum við álhringinn, sem skuldbatt Island til að selja raforku í 25 ár með tapi. Nú hefja auðhringir Nato-landa allsherjarárás á lífskjör evrópskrar alþýðu, til að velta af sér hækkunum á orku og hráefnum yfir á alþýðu manna í formi kauplækkana og atvinnuleysis. Einnig hér á landi mun fésýslustéttin reyna að velta af sér afleiðingum hinn- ar erlendu kreppu með verðbólgu og hverskonar lífskjaraskerðingu hjá al- þýðu. Hún mun reyna til hins ýtrasta að standa vörð um allan sinn ,,heilaga“ glundroða og gróða og kalla það „framtak" og ,,frelsi“. Hún mun heimta að viðhaldið sé öllu öngþveitinu í innflutningsversluninni, tryggingunum, olíu- versluninni, bankakerfinu o. s. frv. Ef verkalýðssamtökunum á að takast að hrinda af sér öllum árásum, láta lífskjör sín haldast og jafnvel batna á kostnað brasksins og fésýslustéttar þess, þá er ekki nóg fyrir verkalýð íslands að heyja harðar kaupdeilur, ef með þarf. Fyrst og fremst verður verkalýðurinn, launafólk allt, að beita sínu þjóðfélagslega valdi — og þá einmitt stjórnmálaáhrifunum, — til að breyta sjálfu skipulagi fjármála — og atvinnulífsins: þurrka burt glundroðann og eyðsluna í heildverslun, olíudreifingu, tryggingum o. s. frv. Verkalýður ís- lands þarf að knýja það fram að hann fái vald yfir öllum sínum milljarðasjóð- um (atvinnuleysistrygginga og lífeyris), og hann verður að vera við því bú- inn að taka sjálfur við rekstri svo og svo mikils hluta atvinnulífsins, ef fé- sýslustéttin gefst upp eða hótar stöðvun. Verkalýðshreyfing íslands mun á þjóðhátíðarárinu ekki aðeins þurfa á öllum sínum styrkleik að halda, heldur og djúpum þjóðfélagslegum skilningi á öllum fyrirbrigðum þjóðlífsins, stéttarlegu stolti og þjóðlegri reisn. ★ o * „Réttur" hefur alla sína ævi unnið að því að efla með alþýðu slíkan skilning, stolt og reisn. Til þess að það verk megi takast þarf hann á enn miklu meiri útbreiðslu að halda, þótt mikið hafi áunnist í þeim efnum, einkum hjá ungu kynslóðinni. ,,Réttur“ á erindi til alls vinnandi og hugsandi fólks, kvenna og karla, ungra og gamalla. Hann heitir því á alla velunnara sína að safna nú á þjóðhátíðarárinu fjölda nýrra áskrifenda. ,,Réttur“ vill vera þeim öllum vopn í stétta- og þjóðfrelsisbaráttunni. Og til þess að verða þeim gott vopn þarf hann að ná til miklu fleiri en nú. Hann á erindi til þeirra. ,,Réttur“ er að þessu sinni að miklu leyti helgaður baráttunni fyrir jafnrétti konunnar í þjóðfélaginu, eigi aðeins því lagalega, sem fengist hefur, heldur raunverulegu jafnrétti í öllu þjóðfélaginu og þá sérstaklega hinna vinnandi kvenna í atvinnulífinu. Frelsun konunnar og verkamannsins — það var frá upphafi eitt höfuðmarkmið sósíalismans og „Réttur" vonast til þess að geta á næstunni flutt fleiri greinar um það efni.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.