Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 24
skoða sig um í heiminum. Miklar kröfur eru gerðar til menntunar flugfreyja, einkum málakunnáttu (Þær þurfa að hafa vald á 2 til 3 tungumálum), og það sem líklega er einsdæmi, þegar gerðar eru kröfur til starfs, sem ekki er í skemmtanaiðnaðinum, útlit þeirra þarf að vera eftir sérstökum reglum og bundið ákveðnu fegurðarmati. Umsækjendur um starfið þurfa að sækja námskeið og gangast undir hæfnispróf að því loknu. Fyrir síðustu kjarasamn- inga flugfreyja, sem gerðir voru i desember 1973, var ekki hægt að halda starfinu nema í 16 ár, því þær urðu að hætta störfum við 36 ára aldur. Starfsaldur flugstjóra, flugmanna og flugvélstjóra hefur aftur á móti farið eftir mati læknis á heilsu þeirra. Sé hjarta, sjón og heyrn í lagi, geta þeir starfað fram undir sextugt, svo ekki olli erfitt starf í háloftunum kröfunni um lágan starfsaldur. Fyrir þessa síðustu samninga urðu þær að hætta störf- um, er þær urðu barnshafandi, en fengu greidd laun í hálfan mánuð á eftir og höfðu enga tryggingu fyrir því að verða ráðnar aftur. Með verkfalli sínu í desember síðastliðnum, náðu flugfreyjur mjög mikilvægum árangri, bæði í hækkuðum launum og, það sem í rauninni skiptir miklu meira máli, í stór- auknum félagslegum réttindum. Hámarksstarfsald- ur er nú felldur niður. Flugfreyjur fá þriggja mán- aða fæðingarleyfi á launum og tryggingu fyrir á- framhaldandi starfi, hafi þær starfað í eitt ár og byrji aftur innan 6 mánaða. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi, sem atvinnurekendur, aðrir en opinberir aðilar, gera samning um svo langt fæðingarorlof við starfsmenn sína. Þetta var að sjálfsögðu mikill sigur, en konur mega vara sig á, að slíkt frí verði ekki notað gegn þeim, það gæti orðið til þess, að atvinnurekendur sæktust, eingöngu þess vegna, frekar eftir körlum í vinnu og á erfiðum timum yrði konum fremur sagt upp. leika á að starfa utan búsins, svo kona, sem giftist bónda, hefur þannig um leið valið sér starf. Við ákvörðun verðlagsgrundvallar landbúnaðar- afurða eru þóndakonu reiknaðar 600 vinnustundir á ári við búið (ath. innan við tvær stundir á dag), og er kaup hennar látið samsvara 2. taxta Verka- kvennafélagsins Framsóknar.1) Bónda eru reiknaðar 2.080 dagvinnustundir, á ári, auk 412 stunda í eftir- vinnu og 408 stunda í næturvinnu. Laun þeirra eru reiknuð samkvæmt 5.—7. taxta Dagsbrúnar.1) 6.6 Bændakonur 6.7 Konur sem taka vinnu heim Nokkuð er algengt í fataiðnaðinum, að vissar flíkur eða hluti framleiðslunnar sé unnin af konum í heimahúsum. Þessar konur eru ekki í stéttarfélög- um, og því er ekkert hægt að segja til um fjölda þeirra. Sem dæmi um slíka framleiðslu tek ég lopapeysuprjón. Prjónakonur þessar eru ekki í neinu stéttarfélagi. Þær eru í tengslum við seljanda vör- unnar, fá stundum hjá honum hráefnið, en hann er ekki skyldur til að kaupa af þeim vöruna, líki honum hún ekki, sama verður upp á teníngnum, dragi úr sölu á vörunni. Forstjóri ríkisfyrirtækis nokkurs, sem að hans sögn selur nokkur þúsund lopapeysur á ári, sagði aðspurður í símaviðtali við eitt dagblaðanna síðast liðinn vetur,2) að hann gerði ekki ráð fyrir að tímakaup þessara kvenna væri hærra en svo ,,að í öllum tilfellum verði að líta á þetta sem eins konar sáluhjálpar- eða tómstunda- vinnu" og að hann teldi ekki „grundvöll fyrir að greiða laun fyrir þessa vinnu í samræmi við al- mennt kaup í landinu," meðan eftirspurn eftir peys- um væri ekki meiri en nú. Greiddar eru 700 til 800 krónur fyrir hverja peysu auk garnsins. Húsnæði, Ijós, hita og tryggingar sparar vinnukaupandinn sér að greiða. Konurnar þora ekki að bindast samtök- um eða gera meiri kröfur, af ótta við ,,að missa þessa búbót". Lítið fer fyrir könnunum á stöðu bændakvenna hér á landi. Fjöldi bændakvenna á Islandi tekur beinan þátt í fromleiðslunni. Þær hafa litla mögu- 1) Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. 2) Dagblaðið Tíminn, 30. 3. 1973. 232

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.