Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 10
jf'.....mmmmiu ífS Starísfólk ósknst Sttrt ifcnifyrirt«tá tókar «8 ráða eítírtalifi stavfsfólk: • SKKIFSTOHJMANN »•8 vtn!ww«w»mtuf>, «*fjiil»%i« * «Wh*«*k"\ RtWofl*. « INNHEIMTUSTJÓM Vtvrrtimor- ftfl b&ht&tftþttllktntf n» i •ðHynrn-g. ? SKBIFSTOFUSTÚLKA « SKBIFSTOFUSTÚLKA MnÆ gHr/nfrlfto- aflíi vír/KnuitlniítbtrmtnnttHV Æskilegt a3 tmtsaekjonthrr SHitu hafiS '¦'"••^•rtSrf fljótlega, firS>>^^i!^5|5' Á*0<wt tipplýsínRura seitthst P^TÍE*' ^"^ítkt: ,.Gó8 Iatin — 3577" íyrir Iko oskust fr«""«8fl!!í!!!.»-'"*r Námsgreinar eru jafnvel mismunandi fyrir drengi og stúlkur. Stúlkurnar læra að sauma og prjóna til að geta saumað og gert við föt sín og annarra, drengir læra smíðar. Matreiðsla er víða skylda fyr- ir stúkur, en val hjá drengjum, ef þeir eiga hennar yfirleitt kost. Þegar kemur að framhaldsmenntun, velja stúlkur sér eitthvað, sem hægt er að Ijúka á stuttum tíma. Þeirra bíður því oftast láglaunað, einhæft og ósjálf- stætt starf. Velji þær sér menntun til ákveðins starfs, verða dæmigerð kvennastörf fyrir valinu, þær fá hvatningu til að verða kennarar, fóstrur eða hjúkrunarkonur. Vali þeirra eru líka takmörk sett, t.d. í iðnskóla, þörfin fyrir hárgreiðslukonur og kjólameistara er takmörkuð og inn um dyr Hótel- og veitingaskólans smjúga stúlkur ekki svo auð- veldlega, þótt hér sé raunar um dæmigert kvenna- starf að ræða. Stúlkur í menntaskólum eru nú að verða álíka margar og piltar, þótt aðstaða þeirra sé verri vegna minni tekjumbgulelka á sumrin, en að stúdentsprófi loknu gegnir öðru mái, miðað við pilta Ijúka sárafáar stúlkur háskólaprófi og þá helst því stysta, BA-prófi. Sjálfsagt þykir að mennta stúkur tll stúdentsprófs, þótt þær hætti að því þúnu. Tilgangurinn er e.t.v. sá, að þær geti talað gáfulega við eiginmannlnn og vini hans og verði færari um að styðja hann og styrkja á frama- brautinni. Það er lika gott að hafa menníun ,,ef eitthvað kemur upp á". Til hvers ættu stúkur lika að vera að leggja á sig erfitt nám, þar sem þjóðfélagið gerir þeim svo erfitt fyrir að nýta það, vilji þær eignast börn og heimili. Lítið er um rannsóknT á því, hvernig ýmiss konar menntun kvenna nýtist í atvinnulifinu. Þó má nefna hér e!na tilraun. I barnaheimilakönnun Rauðsokka i Kópavogi vorið 1971 voru konurnar einnig spurðar um útivinnu og menntun. Þar kom fram, að ýmiss konar starfsmenntun nýttist mjög misjafnlega. 50% kvenna með háskólapróf unnu úti fullt starf og 17% þeirra hluta úr starfi. 63% kvenna með stúdentspróf, kennarapróf eða sambærileg próf unnu úti fullt ctarf eða h'uta úr starfi. Þessir hópar nýta menntun sína best. Aftur á móti unnu aðeins 33% kvenna með hjúkrunarpróf, iðnskólapróf eða sambærilega menntun utan heimilis fullt starf eða hluta úr starfi, og er athyglisvert, að konurmeð slíkt sérnám vinna ekki frekar úti en þær, sem aðeins hafa lokið skyldunámi eða gagnfræðaprófi (33— 34% þeirra hópa vinna utan heimilis).1) Atvinnulífið er fyrst og fremst byggt upp fyrir karla, sem hver á sina þjónustu og huggara, kem ég að því betur síðar. Það er heldur ekki litið al- varlegum augum, þótt stúlka hafi ekki hugsað alvar- lega um framhaldsmenntun áður en hún giftir sig. En karlmaður er ekki gott efni í maka, ef hann hefur enga sérmenntun. Tryggt þarf að vera, að hann geti séð fyrír konu og börnum. Drengirnir eru fyrst og fremst aldir upp með það fyrir augum að verða þátttakendur i atvinnulífinu og rekstri þjóðfélagsins, þeir eru ekki aldir upp til þess að verða eiginmenn og feður. Hlutverk þeirra er bundið stóra kerfinu, — þjóðfélaginu —, en hlutverk kvenna litla kerfinu — fjölskyldunni. Slíkt uppeldi, sem hér hefur verið lýst, hefur verið réttlætt með því að segja, að vegna mis- ') Samv. 5. bl. 1971, bls. 28. Sjá töflu bls. 230. 218

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.