Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 35

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 35
Stcinn Steinarr Þóroddur Guðmundsson Eyjólfur Árnason verða hluti í stað þess að hlusta á upplestur- inn. Valdsmönnum þótti við sýna litla eftir- tekt. Dómnum var aldrei framfylgt." „DÍÖNU"-SLAGURINN 19. SEPT. Þann 19- september kom þýzka skipið „Diana" til Reykjavíkur til að lesta fisk og hafði hakakrossfánann við hún. Hafnarverkamennirnir voru þá eins og nú einhver róttækasti hluti Dagsbrúnarverka- manna og höfðu fengið að kenna alvarlega á atvinnuleysinu í kreppunni. Kommúnista- flokkur íslands hafði góð sambönd við þá, oft voru fluttar ræður af okkar hálfu í Verka- mannaskýlinu gamla. Sérstök hafnarsella var starfandi í Kommúnistaflokknum og gaf stundum út fjölritað „Hafnarblað". Það var ákveðið af hálfu kommúnista að reyna að láta til skarar skríða gegn haka- krossinum á „Díönu" og stöðva vinnu svo lengi sem það merki væri uppi. Var nú hald- ið niður á bryggju um morguninn og nokkr- ir af forustumönnum flokksins fluttu þar ræður til þess að sýna verkamönnum fram á af hverju stöðva bæri skip þetta, meðan það hefði hakakrossfánann uppi. (Einhversstaðar er til mynd af Stefáni Péturssyni, þegar hann talar þá til mannfjöldans — og væri Rétti þökk í þeirri mynd, ef fyndist). Morgunblaðið 20. sept. segir svo frá um upphaf aðgerðanna þennan morgun: Klukkan 9 „komu kommúnistar á vettvang undir forustu Einars Olgeirssonar. 243

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.