Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 46
EYMD OG AUÐUR INDLANDS
Vart mun í nokkru landi slíkt hyldýpi
milli auðs og eymdar sem í Indlandi.
318 eignaskattskyldir menn gefa sjálfir
upp eign, sem nemur um 20.000 miljónum
ísl. króna. Þar með eiga 0,002% íbúanna
8% þess einkafjármagns, sem skattyfirvöld
vita af. Sérfræðingar giska á að 10% íbú-
anna eigi tvo þriðju hluta allra einkaeigna
og að í hiut þess tíunda hluta þjóðarinnar
falli fjórðungur allrar einkaneyslu í landinu.
Bara í stórborginni Bombay einni eru fleiri
miljónamæringar en í öllu Vestur-Þýskalandi.
Auðmenn Indlands fjárfesta mikið í öðrum
löndum — en um framfarirnar í Indlandi
sjálfu er minna skeytt, enda hindranir margar
í úrelmm þjóðfélagsháttum.
I Indlandi búa 570 miljónir manna. I iðn-
aðinum er ekki einu sinni föst atvinnu fyrir
fimm miljónir eða 1% íbúanna.
A öllum Indlandsskaga (Indlandi, Pakistan
og Bangla Desh) búa um 700 milj. manna.
Meðaltekjur þessa fólks em sex til sextán ísl.
kr. á dag. 30 króna dagkaup er draumsýn
fyrir þetta fólk, helmingur þess á enga skó.
Heilbrigðisástandið er í samræmi við þetta.
Talið er að tvær miljónir Indverja deyi ár-
lega úr hungri, — þegar elcki er almenn
hungursneyð. I norðausmrhluta Indlands, í
Dhudi-héraði, er ein sjúkrastöð með einum
lækni fyrir 80.000 íbúa.
RÁÐAGERÐIR BRETA OG FRAKKA
GEGN SOVÉT 1940
í „Rétti" 1951 var þýdd grein eftir einn
helsta herfræðing Breta, Liddell Hart, um
ráðagerðir bresku og frönsku ríkisstjórnarinn-
ar um hernaðarinnrás í Noreg og Svíþjóð,
sumpart til að „koma Finnum til hjálpar",
sumpart til að ná taki á sænsku járnnámun-
um. Náðu ráðagerðir þær til innrása líka eftir
að Finnland og Sovétríkin sömdu frið.
Franska stjórnin var þá með svipaðar fyrir-
ætlanir sunnan frá, frá Sýrlandi, er þá laut
Frökkum, inn í Kákasus.
Nú hefur þýski sagnfræðingurinn Gunther
Kahle í Köln birt rannsóknir sínar á fyrir-
ætlunum frönsku herstjórnarinnar um loft-
árásir á olíulindir Sovétríkjanna í Kákasus í
júní eða júlí 1940. Heitir bók hans „Das
Kaukasus projekt der Alliierten 1940,
(„Kákasus fyrirætlanir Bandamanna 1940").
Eftir að enska og franska stjórnin hafði gef-
ist upp við Norðurlandainnrásina og Hitler
orðið á undan þeim, snéru þær sér fyrir al-
vöru að áætlunum um árás á Kákasus. Trúðu
þær upplýsingum pólská hershöfðingjans Sí-
korski um að rauði herinn hefði aðeins tveim
góðum herfylkjum (Divisionen) á að skipa
og auðvelt væri að sigra hann og eyðileggja
Sovétríkin efnahagslega með árásum frá Iran
eða Tyrklandi. I byrjun apríl 1940 var á-
kveðið að eyðileggja olíuhreinsunarstöðvarn-
ar og hafnirnar í Batum, Poti, Grosny og
Baku með 75 smálestum af 50-kílóa sprengj-
um á 100 hreinsunarstöðvar. En draumurinn
um þetta var búinn hvað Frakka snerti 10.
maí 1940. Churchill gafst þó ekki upp við
þennan draum. I janúar 1941 fór hann þess
á leit við tyrknesku stjórnina að Bretar fengju
flugstöðvar í Tyrklandi til þess að geta látið
sprengjum rigna yfir olíulindir Baku. „Eyði-
legging þeirra veldur hungri í landbúnaðar-
héruðum Sovétríkjanna" sagði Churchill.
Kahle hélt til London til þess að ná í betri
heimildir um þessa hluti. Hann kom aftur
með mikið af ljósmyndum af skjölum Breta
og kvað bresku sagnaritunina sleppa mörgum
atvikum, sem óþægileg þættu. (Hér er stuðst
við frásögn þýska tímaritsins „Spiegel", 15.
okt. 1973).
254