Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 14
Teikning van Gogh. landi unnu úti, vegna þess að þær þurftu þess me8 af fjárhagsástæðum. Aðeins þær konur, sem giftar eru mönnum í yfirstétt eða millistétt, geta leyft sér þann munað að velja milii starfs utan heimilis eða húsmóður- starfs eingöngu. Jafnframt hafa þær einar þau for- réttindi að geta tekið sér frí frá vinnu um tíma, ef þeim býður svo við að horfa. Það geta hvorki karlmenn, konur í verkalýðsstétt, einstæðar mæður eða ógiftar konur yfirleitt. Vafasamt er, að þessar konur vilji afsala sér þessum forréttindum. Bernard Shaw sagði einu sinni: „Auðveldara er að leggja fjötra á menn en að losa þá af þeim aftur, ef fjötr- unum fylgja einhver forréttindi". Aukinn kostnaður við mat og húsnæði og meiri kröfur til alls ytri búnaðar ýtir húsmæðrum út á vinnumarkaðinn. Það þarf að uppfylla gerviþarfirn- ar, einkabíll er t.d. harla nauðsynlegur í borg á við Reykjavík af mörgum ástæðum. Hver fjöl- skylda þarfnast æ meira fjár og laun verkamanns fyrir átta stunda vinnudag duga ekki, 16 tímar virðist vera lágmark. 222 5.0 LAUNIN Nú eru liðin 6 ár frá þvi að lögin um launajöfnuð kvenna og karla öðluðust gildi hér á landi. I frum- varpinu, sem samþykkt var 1961 stendur: ,,Á árun- um 1962—1967 skulu laun kvenna hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi starfs- greinum: almennri verkakvennavinnu, verksmiðju- vinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu".1) í lög- unum stendur ekki, að greiða skuli sömu laun fyrir jafnverðmæt störf, og hefur það dregið langan dilk á eftir sér. Aðlögunartími leið frá því að lögin voru samþykkt og notuðu atvinnurekendur hann til þess að festa og auka þá kyngreiningu starfa, sem þeg- ar var orðin. Konum voru ætluð viss störf og körlum önnur. Kvennastörfum var raðað á lægstu launaflokkana án tillits til verðmætis þeirra eða kröfu um menntun. Það hlýtur öllum að vera Ijóst, að jafndýrt er fyrir konur að lifa og karlmenn, en þessi launa- munur hefur verið réttlættur á ýmsan hátt og þá einkum með því að konur væru ekki fyrirvinnur. I hjónabandslöggjöfinni er kveðið á um gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna, hefur það átt að tryggja stöðu kvennanna á þeim tímum, þegar þær störf- uðu eingóngu innan veggja heimilanna. Nú á tímum, eftir að konur hafa lagalega sömu möguleika til menntunar og starfs og karlar, á ekki lengur við, að litið sé á karlmenn sem aðalframfærendur og konur á framfæri þeirra. Eðlilegt er að allir ein- staklingar séu fjárhagslega sjálfstæðir og ekki framfærsluskyldir gagnvart öðrum en börnum sínum og skattgreiðslur miðaðar við það. Norðurlandaráð hefur látið þessi mál til sín taka og á þingi þess í febrúar 1973 voru m.a. samþykkt tilmæli til rikisstjórna Norðurlandanna um, „.. . að þær leitist við að samræma merkingu fyrirvinnu- hugtaksins-----jafnframt því að litið verði á konur og karla sem jafnréttháar fyrirvinnur og fram- færsluskyldan verði þannig tengd börnum .. .*). Kveikjan að þessum umræðum mun vera samþykkt, sem gerð var á fundi Sambands norrænna kven- réttindafélaga 1968. Ætla má, að verði hin gagn- J) Lög nr. 60/1961. 2) Svava Jakobsdóttir: Lág laun kvenna undirrót misréttis, Þjóðviljinn 2. 11. 1973.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.