Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 13

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 13
 vAKMBlJ Rauðsokkar með Venusar-likneski i 1. mai göngunni 1970. vilja halda konum sem hreyfanlegu ódýru varaliði, sem endurnýjast auðveldlega. Þessar konur eru í lausum tengslum við stéttarfélög. A.m.k. hafa vandamál þeirra aldrei verið tekin föstum tökum, það kostar peninga, sem má spara meðan kon- urnar sjálfar fljóta sofandi að feigðarósi. 4.0 EIGA KONUR AÐ „VELJA“? Þegar miðstéttar- og yfirstéttarkonur fóru að berjast fyrir því að komast út á kapítalískan vinnu- markað, var farið af stað með þau slagorð, að konur ættu að geta valið um það, hvort þær ynnu aðeins á heimilunum eða einnig utan þeirra. Enn slá stjórnmálamenn um sig með þessum orðum. Ekki hafa karlmenn val, þeim ber skilyrðislaust að sjá fyrir sér og sínum. En það gleymist oft, að mikill fjöldi kvenna á alls ekki kost á neinu vali. Einhleypar konur og einstæðar mæður og fjöldi giftra kvenna, einkum úr verkalýðsstétt, líta ekki á það sem rétt að „rnega vinna úti", ef þær langar til, það er þeim lífsnauðsyn, þær eiga ekki á neinu öðru völ. Sex kvennablöð í löndum Efnahagsbandalagsins gerðu árið 1973 könnun á stöðu, fjölda og launum útivinnandi kvenna í löndum slnum.1) Þar kemur fram að yfir 75% útivinnandi kvenna i Vestur- Þýskalandi, Belgiu, Lúxemburg, Italíu og Frakk- ‘) Morgunblaðið, 11.3. 1973. 221

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.