Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 29

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 29
vinnslu þeirra kom i Ijós að 44% kvenna með börn á acirinum 0—10 ára vinna úti annað hvort fullt starf, hluta úr c'egi eða hluta úr ári.1) Samkvæmt n curctöðum könnunarinnar ,.má áætla að heildar- þörfin fyrir viðbótarrými ú dagvistunarctofnunum só á bilinu 2950 til 3.600 rými"") fyrir börn þessara kvenna, sem ekki haía þegar pláss á dagvistunar- stofnunum. Þær konur, sem ekki unnu úti, voru spurðar, hvort þær mundu fá sér vinnu, ef þær kæmu börnum sínum auðveldlega í dagvistun. 54% þeirra svöruðu að þær mundu sennilega eða örugg- lega gera þaö. Því ,,má ætla að um 1600 til 2000 konur kynnu að koma til starfa utan heimilanna ef dsgvistunarrýmum væri fjölgað . . . ."). 10.0 HAGSMUNA- OG WÓÐMÁIABARÁTTA KVENNA I BSRB eru um 4 þúsund konur og tæplega 5 þúsund karlar. I stjórn bandalagsins eru 11 menn, þar af er 1 kona. I Alþýðusambandi íslands voru árið 1972 tæplega 26 þús. karlar og rúmlega 15 þús. konur, sem töldust fullgildir félagar. I mið- stjórn sambandsins eru 15 menn, þar af 2 konur. Lítum á einstök aðildarfélög þessara samtaka. í Sambandi ísl. barnakennara eru tæplega 1000 fé- ^gar, 58% konur og 42% karlar. I stjórn eru 7 menn, þar af ein kona. I Landssambandi framhalds- skólakennara eru rúmlega 800 félagar, 66% karl- ar og 34% konur. I stjórn eru 9 menn, þar af 2 konur. I Verslunarmannafélagi Reykjavíkur eru um 6 þúsund félagar, 45% karlar og 55% konur. I stjórn eru 12 menn, þar af 3 konur. I Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík eru um 2600 manns, % konur. I stjórn eru 7 menn, 3 konur og 4 karlar. Af þessu má draga þá ályktun, að konur hafi sig mjög lítið í frammi í stéttarfélögum. Flest verka- fólk hér á landi er í stéttarfélagi, en í Bretlandi eru aðeins 2 miljónir af 9 miljónum kvenna, sem vinna úti, í stéttarfélögum. Það er oft sagt, að verði konur fjöimennar í einhverju stéttarfélagi, þýði það að viðkomandi stétt dragist aftur úr i launum. Konur komi ekki á fundi, þar sem á að ræða kaup og kjör og eigi að grípa til einhverra aðgerða, dragi þær sig í hlé. En hver er ástæðan til þess arna? Meðan giftar konur hafa skilyrðis- laust með höndum tvöfalt ctarf og uppeldi og um- önnun barnanna hvilir að mestu á þeirra herðum, er engin von til þess, að þær hafi orku til félags- ctarfa að auki. Séu þær óánægðar með eitthvað á vinnustað, bregðast þær frekar við með því að hætta hreinlega í vinnunni en að hefja aðgerðir. Viðhorf eiginmanna þeirra hafa hér einnig mjög mikið að segja. Ranncóknir erlendis sýna, að giftar konur með börn starfa síður í stéttarfélögum en ógiftar konur með börn. Eiginmenn virðast því frekar koma i veg fyrir félagsstörf kvenna en börn þeirra. Sömu niðurstöður hafa ekki fengist um gifta karia, svo hér er ekki um að ræða aðdráttarafl hcimilisins aimennt. Hér spila einnig inn í þau við- horf sumra giftra kvenna, sem hafa starf utan heimilis, að þær séu aðeins að vinna sér inn smá aukapening, heimilisstörfin séu þeirra aðalstarf. Þelta eru athyglisverðar staðreyndir og sýna Ijós- lega, hversu almenn viðhorf þurfa að breytast. Lítil þátttaka í stjórnmálastarfi stafar m.a. einnig af ofannefndum ástæðum, en þar við bætist að kon- ur, sem ekki hafa tvöfalt starf, þ.e. vinna eingöngu á heimilunum eru oft svo andlega einangraðar, að pólitískt starf er þeim ofviða. Það er einnig oft mjög erfitt fyrir konur að starfa með körlum í fé- lögum. Hugmyndin um konuna sem óæðri veru á sér djúpar rætur, og hana verður erfitt að uppræta. Kona þarf að vera sérstökum hæfileikum búin til þess að á hana sé hlustað og tekið tillit til skoðana hennar. Hún þarf að vera meðalkarlmanni langtum fremri. Þess ber einnig að geta, að í félagsstarfi er afstaða karla, sem vinna dæmigerð karlastörf (t.d. iðnaðarmenn, bílaviðgerðarmenn o.fl.) til kvenna önnur en þeirra, sem vanir eru því á sínum vinnu- stað að starfa með konum. Minnimáttarkennd kvenna og vanmat þeirra á eigin getu á hér einnig drjúgan hlut að máli. En *) Eins og segir í greinargerð Þorbjörns um þennan þátt er: ,, ,,hluti úr degi" .... að vísu nokkuð rúmt orðalag og þess er að vænta, að í hópn- um megi finna konur, sem aðeins vinna tvo klukkutíma eða svo á dag." -) Dagvistunarkönnun í Reykjavik, 1971, bls. 88. :l) Dagvistunarkönnun i Reykjavík 1971, bls. 85. 237

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.