Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 49

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 49
Mikið er skrifað um fjölþjóða- samsteypur í ár og hafa menn sí- vaxandi áhyggjur af auknum á- hrifum þessara óþjóðlegu fyrir- tækja. I sumar birtist í Þjóðviljan- um (9. september) ágæt grein um þau efni eftir Einar Má Jóns- son: Velferðarþjóðfélag og ný- kapítalismi. Hér á eftir fer tilvitnun [ þá grein og einnig gripið niður i skýrslu Sameinuðu þjóðanna um fjölþjóðasamsteypur, en þau sam- tök hafa nýlega haldið alþjóðlega ráðstefnu um fyrirbrigðið: Óþjóðlegur kapitalismi En eftir 1950 tók skipulag kapí- talismans mjög að breytast: í stað hinna alþjóðlegu fyrirtækja fóru að kom „multi-national" samsteypur, sem hægt er að kalla á íslenzku „óþjóðleg" fyrirtæki tll að greina þau frá hinum. I þessum fyrirtækj- um var aðgreiningln milli aðal- stöðva og útibúa horfin, því að starfsemin var svo flókin og marg- þætt, að margar miðstöðvar þeirra voru jafnmikilvægar og staðsetn- ing aðalskrifstofunnar skipti ekki lengur máli. Um leið voru þau laus úr tengslum við eitt einstakt ríki, því að starfsemin var dreifð og skipulagið miðaðist ekki við eina miðstöð heldur var raunverulega alþjóðlegt. Þótt flest þessl fyrir- tæki væru af bandarískum uppruna voru hagsmunir þeirra þannig ekki lengur tengdir hagsmunum Banda- ríkjanna: þau hafa t.d. getað braskað á móti dollaranum. Síðan þessi fyrirtæki fóru að skjóta upp kollinum hefur vöxtur þeirra verið gífurlega ör: Hann nemur nú 12% þar sem hagvóxtur iðnaðarríkja er ekki nema 3—6% á ári. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því að oft ráða þessi fyr- irtæki mikilvægustu þáttum efna- hagslífsins, t.d. námugreftri og raf- eindatækni (IBM). Af 100 stærstu efnahagseiningum heims eru nú 49 ríki og 51 fyrirtækl. Nú er svo komið að þjóðernis stefna á Vesturlöndum verður að láta undan óþjóðlegum fyrirtækj- um. Fræg dæmi um það eru þegar General Electric keypti franska fyrirtækið Bull þótt de Gaulle hefði beitt neitunarvaldi sinu og West- inghouse náði yfirráðum yfir Schneider-samsteypunnl þrátt fyrir andstöðu Pompidous. Neitun þess- ara forseta hafði ekki önnur áhrif en þau, að óþjóðlega fyrirtækið þurfti að standa I nokkuð lengri samningaviðræðum en ella áður en það fékk sínum vilja fram- gengt. Ef þróunin heldur áfram á þenn- an hátt má búast við því að um 1980 ráði 2—300 óþjóðleg fyrir- tæki yfir öllum alþjóðlegum við- skiptum og 75% af eignum fyrir- tækja á Vesturlöndum. Tengsl rofna Hvaða áhrif hefur svo þessl þróun á verklýðsbaráttuna? Hing- að til hefur hún alltaf verið háð innan ramma hvers ríkis. En nú leiðir þessi þróun hins vegar til þess að tengslin milli stjórnar hinna ýmsu þátta efnahagslífsins og skipulags ákveðins landsvæðis rofna að fullu. Pólitlskt vald, laga- kerfi o. þ. h. hlýtur hlns vegar allt- af að vera tengt sklpulagi land- svæðis. Þess vegna verður afleið- Ing þróunarinnar sú að yfirráð yfir efnahagslífinu detta úr höndum pólitiskra valdhafa, hverjir sem þelr eru, en yfirmenn óþjóðlegu fyrirtækjanna fá hins vegar mikið vald yfir þróun á hverju landsvæði vegna þess efnahagsvalds sem þeir hafa. Þetta ástand hefur margþætt é- hrif á aðstöðu verkalýðsfélaga. Þau standa nú ekki lengur and- spænis verksmiðjueiganda, sem þau geta knésett með verkfalli, eða náð valdi yflr með kosninga- slgrl vinstri flokka. Yfirmenn verk- smiðjunnar eru fjarlæglr og verk- fall á einum stað í veldi þeirra skaðar þá lítið: þeir geta auðveld- lega svarað því með þvi að leggja verksmiðjuna niður eða flytja hana I annað land. Þeir geta lika hótað þvf að grípa til þessara aðgerða til þess eins að halda kröfum verkamanna niðrl. Gegn slíkum leik elga verklýðsfélögin eins og við þekkjum þau engan mótleik: ekk- ert pólitískt vald er til, sem getur hlutast til um gerðir þessa efna- hagsvalds. Þótt verkalýður eins lands nái fullu valdi yfir stjórnkerfi þess, er hann samt litlu nær, þvi að hann nær þá aðeins valdi yfir örlitlum brotum margra óþjóðlegra fyrir- tækja, en hann getur ekki lengur náð yfirráðum yfir nelnni sjálf- stæðri efnahagsheild. Þessi tvö atriði, sem nú hafa verið nefnd, eru að vísu ekki raun veruleg nú á dögum, heldur hætta I framtíðinni, þegar vald óþjóðlegu fyrirtækjanna hefur aukist. En þessi fyrirtæki ráða þó yfir ýmsum öðrum vopnum, sem þegar er farið að beita. Þau hafa nú þegar þann háttinn á að staðsetja fyrlrtæki sín á svæðum, þar sem verklýðsfélög 257

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.