Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 26

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 26
Konur í opinberri þjónustu njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að fá 3ja mánaða barneignafrí á fullum launum. Þetta frí virðist mörgum forstöðumanni vinnustaðar þyrnir í augum. Allir geta orðið veikir eða slasast og þá er litið á fjarvist af vinnustað sem sjálfsagðan hlut. I 40 til 50 ára ævistarfi er 3ja mánaða fjarvist tvisvar eða þrisvar vegna barn- cigna dropi í hafið. Konur í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og konur í Verkakvennafélaginu Framsókn fá 2ja vikna barneignafrí á launum, en konur í Sókn fá 3 mánuði, ef þær hafa unnið í 4 ár. Þetta mál hefur ekki verið sett á oddinn og sýnir það áhugaleysi verkalýðs- forystunnar fyrir bættum kjörum kvenna. I okkar kapitaliska þjóðfélagi verður aldrei hægt að fá atvinnurekendur í einkarekstri til að borga konum fullt kaup í þrjá mánuði eða meira fyrir að endur- nýja vinnuaflið, sem auðlegð þeirra byggist á. Hér verða að koma til sjóðir verkafólksins sjálfs með svipuðu sniði og slysatrygginga- og lífeyrissjóðir. Hér ætti ríkið að ganga ó undan með góðu fordæmi og taka upp greiðslur fyrir barneignafrí handa öllum konum í sinni þjónustu, þótt ekki séu í B.S.R.B. Konur eiga að geta ráðið því sjálfar, hvenær þær ganga með og ala börn. Þá ákvörðun er ekki hægt að hafa I höndum annarra .Á þeim hvílir meðgangan í 9 mánuði, fæðingin, auk mikils hluta uppeldisins. Fóstureyðingar eiga að vera frjálsar öllum konum, sem þess óska. Geti kona skipulagt barnelgnir sínar, getur það stuðlað að því, að minni röskun verði á starfi hennar. Það á að vera mark- mið sósíalista, að ekkert barn fæðist nema það sé velkomið í heiminn, a.m.k. af foreldrum sínum, einnig að ótímabær þungun breyti ekki lífi konu. Við megum heldur ekki láta sem offjölgunarvanda- málið sé okkur óviðkomandi, og það á að vera krafa okkar, að raunnsóknir á sviði getnaðarvarna fyrir karla og konur verði ekki vanræktar. Þau getnaðarvarnalyf, sem nú eru á boðstólum, eru eingöngu fyrir konur og hafa öll í för með sér óþægindi og áhættu. Það er furðulegt, að slíkt skuli frekar lagt á konur, sem almennt eru taldar veikbyggðar! en karlmenn. Hér hefur verið rætt, hvernig barneignir koma í veg fyrir frama konu í starfi, en fleira kemur til. Konur eru mjög tregar til að sækja um hærri störf, ef auglýst eru og ekki kveðið á um nauðsynlegt kynferði. Þetta á sér eðlilegar orsakir. Hafi konur fyrir heimili og börnum að sjá, þ.e. gegni tvöföldu starfi, treysta þær sér ekki til að bæta á sig áhyggj- um eða ábyrgð sem stöðuhækkuninni fylgir. Þær hafa ekki aðstæður til að bæta á sig aukavinnu, ef nauðsyn ber til. Oft verða þær að fara úr vinnu á ákveðnum tima til að sækja börn sín i fóstur, eða vera komnar heim, þegar börn koma úr skóla. Áunnin vanmetakennd er einnig hér stór þáttur og jafnvel sú hugmynd, að eiginkona megi ekki hafa hærri stöðu en eiginmaðurinn. Við rannsóknir erlendis hefur komið í Ijós. að ógifíar konur með börn öðlast fremur frama i starfi en giftar konur, þótt auðveldara ætti að vera fyrir gifta móður að vera úti í atvinnulífinu, þar sem þar eru tveir um börnin og heimilið, en einstæð móðir þarf að ann- ast alla hluti ein. I karimannaþjóðfélaginu reyna karlar í lengstu lög að koma i veg fyrir að þurfa að starfa undir stjórn kvenna. Ef til vill finnst þeim slikt minna á konuríki í hjónabandi, en slikt þykir mesta hneisa hverjum karlmanni. Allir þekkja skopmyndirnar, þar sem svarkurinn bíður með kökukefli eftir því, að bóndi hennar komi heim úr næturgleði. 80 MÆTINGAR KVENNA í VINNU Eins og áður segir er því iðulega haldið fram, að konur séu verri vinnukraftur en karlar, vegna þess að þær mæti verr til vinnu. Ég ætla ekki að bera á móti þeirri fullyrðingu, þar sem ég hef ekki tölur i þessu sambandi. Fjarvistarskrár á vinnu- stöðum virðast oft mjög ónákvæmar, ekki tiltekið hvort um leyfi er að ræða, veikindi starfsmanns sjálfs eða einhvers, sem hann þarf að annast. Barn- eignafrí kvenna eru jafnvel skráð sem hver önnur fjarvist. Fjarvistir starfsmanna hluta úr degi, í eigin þágu, munu heldur ekki vera skráðar, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum. Ekki er óeðlilegt, að konur séu meira frá vinnu en karlar. Giftar konur, sem vinna úti, hafa tvö- falt starf. Til þess er ætlast af þeim, að þær upp- fylli sína fyrstu skyldu, þ.e. við heimilið, að öðrum kosti leyfist þeim ekki að vinna úti, þótt það sé í rauninni nauðsynlegt, svo fjölskyldan komist sómasamlega af. Fari gift kona, sem um iangt skeið hefur helgað heimilinu starfskrafta sína, að vinna einnig utan heimilis, er það viðtekin regla, 234

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.