Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 47
INNLEND
VÍÐSJÁ njrd
BS R B
Um miðjan desember náðist samkomulag
milli BSRB og ríkisins um kaup og kjör
ríkisstarfsmanna frá 1. janúar 1974. Málið
fór ekki til kjaradóms. Talið er að úrslit
samninganna við ríkisstarfsmenn muni hafa
áhrif á heildarkjarasamningana við Alþýðu-
samband Islands. Þar hefur þó ekki gengið
né rekið enn; atvinnurekendur hafa neitað
að hreyfa sig hið minnsta og olíukreppan
hefur óneitanlega þegar haft áhrif á viðhorf
manna. Er talið að olíuhækkunin á næsta ári
muni nema um 3000 miljónum króna á árs-
grundvelli.
BSRB markaði á þingi sínu á miðju ári
þá stefnu að freista þess að fá sérstakar
hækkanir handa þeim lægstlaunuðu. Sam-
kvæmt þeirri stefnu varð og niðurstaða kjara-
samninganna. Ofaglærðir starfsmenn í lægsm
launaflokkunum fá sérstaka hækkun sem
aðrir fá ekki. Kauphækkunin í lægstu launa-
flokkunum nam 18-*-25% að viðbættum
rúmlega 6% hækkunum á samningstímabil-
inu. Á sama tíma fá aðrir starfshópar innan
BSRB 3—7 % hækkun strax, en rúmlega
6% á samningstímabilinu. „Þetta er stærsta
skref sem við höfum stigið til jöfnunar á
launum", sagði Haraldur Steinþórsson, vara-
formaður og framkvæmdastjóri BSRB í við-
tali við Þjóðviljann eftir samningana.
Samningur BSRB og ríkisins er ramma-
samningur sem einstök aðildarfélög ganga
síðan endanlega frá.
Samningurinn gildir til 30. júní 1976.
Samkvæmt honum eru laun í neðsta launa-
flokki 29.271 kr. — 35.661 kr. á mánuði, en
í hæsta launaflokki 103.122 kr. á mánuði.
SAMIÐ VIÐ BRETA
Samningar við Breta hafa nú verið gerðir;
samningsuppkastið var samþykkt á Alþingi
með 54 atkvæðum gegn 6. Allur þingflokk-
ur Alþýðubandalagsins stóð að samnings-
gerðinni við Breta eftir samhljóða samþykkt
miðstjórnar flokksins. Islenskir sósíalistar
stóðu frammi fyrir eftirfarandi staðreyndum:
1. Að í samningsuppkastinu fólst viður-
kenning Breta á forræði Islendinga yfir haf-
svæðinu út að 50 mílum. Bretar hefðu aldrei
farið að semja við Islendinga um veiðar á
þessu svæði ef þeir hefðu talið það alþjóðlegt
hafsvæði.
2. Að túlkun forsætisráðhera á lögsöguat-
riði samningsuppkastsins var ótvírætt á þann
veg að Islendingar hefðu úrskurðarvald um
brotlega togara. (Sjá samningsuppkastið í
Rétti 3. hefti bls. 207—208). Þessi túlkun
Ölafs Jóhannesonar hefur síðan reynst stand-
ast í framkvæmdinni og hefur einn togari
verið strikaður út af leyfalistanum, þegar
þetta er skriíað.
3. Að forsætisráðherra lýsti því yfir að
hann myndi segja af sér ef samningstilboðið
yrði ekki samþykkt. Þannig reyndust tillög-
urnar um samninga við Breta í rauninni úr-
slitakostir.
255