Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 19
6.2 Frystihúsastörf Fiskiðnaður á Islandi byggir afkomu sina að mestu á vinnu kvenna. Þar vinna þær sem hreyf- anlegt vinnuafl án kauptryggingar. Þeim er ekki tryggt lágmarkskaup í ákveðinn tíma, en koma til vinnu, þegar hráefni er fyrir hendi, og verða að vinna yfirvinnu, hvenær sem er og hvernig sem á stendur (vinnudagurinn getur verið frá kl. 7.30 til 23). Það hentar frystihúsaeigendum vel að hafa húsmæður í starfi. Þeir kaupa að sjálfsögðu ódýr- asta vinnuaflið, sem er á boðstólum, til að tryggja sér sem mestan gróða. Almenningsálitið hjálpar þeim, þegar skortur verður á hráefni, þá er hús- móðurstarfið lofsungið og konurnar skulu þakka fyrir að fá að vera heima. Það kemur rikisvaldinu einnig vel, að láta húsmæður annast þessi störf. Á erfiðum tímum skapar atvinnuleysi þeirra ekki stjórnmálalega ólgu eins og atvinnuleysi karla. Þá líta konurnar ekki á sig sem verkamenn, heldur húsmæður og sækja ekki einu sinni atvinnuleysis- bætur. Staða karlmanna í fiskiðnaðinum er alit önnur. Reynt er að tryggja þeim stöðuga vinnu, að öðrum kosti fara þeir. Þeir eru líka fyrirvinnur eins og sagt er, en samræmi orða og athafna er ekki meira en það, að ekki er tekið tillit til þess hvort konur, sem sendar eru heim, hafa aðra á framfæri sínu. Áður var greitt hærra kaup fyrir flökun en pökkun og snyrtingu, þá unnu aðallega karlmenn í flök- uninni, utan einstaka kvenforkur, nú er kaupið orðið það sama fyrir hvort tveggja og þá þykir sjálfsagt að konur flaki jafnt sem karlar. Þessi undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, sem nú er nefnd „okkar stóriðja1), byggir á íhlaupavinnu húsmæðra. Þær vinna „til að bjarga verðmætum frá skemmdum". En hvað er gert tll þess að gera þeim kleift að inna þessa vinnu af hendi auk heimilisstarfanna? Eru byggð dagheimili fyrir börn þeirra undir skólaaldri? Fá skólaskyld börn þeirra mat í skólunum eða hafa þau aðstöðu og umönnun þar yfir daginn utan fastra kennslustunda? Svörin eru því miður neitandi, allt slíkt kostar peninga og þeir fjármunir, sem þessar konur skapa með vinnu ’) Lúðvík Jósepsson ráðherra á aðalfundi Lands- sambands íslenskra útvegsmanna ( nóv. 1973. 227 L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.