Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 51

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 51
aila, alþýðuna og oss stendur hið ódauðlega vígorð, er Salvator Allende gaf oss, fast: „Við mun- um sigra (Venceremos)". Dr ávarpi frá öllum flokkum Þjóðfylkingarinnar i Chile og vinstri byltingarhreyfingunni. Sósíalistaflokkurinn. Kommúnistaflokkurinn. Róttæki flokkurinn. M A P U. Kristilegi vinstri flokkurinn. Vinstri byltingarhreyfingin MAPU OC (Samstarfsflokkur alþýðu, — verkamanna og bænda. Fjöldamorð fasista i Chile 15000 manns voru myrt í Chile eftir valdaránið 11. september. 35000 manns voru hneppt í fang- elsi og síðar sjö þúsundum bætt við. 30000 stúdentum var vikið úr skólum. 10000 verkamenn misstu vinnu sína. Harold Edelstam, fyrrv. sendi- herra Svíþjóðar í Santiago, — sagði þetta við komuna til Stokkhólms 10. desember. Sósíalismi og lýðræði ,,Það væri mikil villa að halda að baráttan fyrir lýðræði geti leitt verkalýðinn afvega frá sósialist- iskri byltingu eða ýtt þeirri bylt- ingu til hliðar, hulið hana eða eitthvað því um líkt. Þvert á móti: rétt eins og sigursæll sósíalismi, sem ekki gerir fullkomið lýðræði að veruleika, er ómögulegur, — eins getur sá verkalýður, sem ekki heyr alhliða byltingarsinnaða bar- áttu fyrir lýðræðinu, ekki búið sig undir sigur yfir auðmannastétt- inni." Lenin — í „Sósíalíska bylt- ingin og sjálfsákvörðunarrótt- ur þjóðanna" (ritað í jan.— febr. 1916). STÖÐVIÐ MORÐINGJANA! „Yfir Chile grúfir niðadimm nótt fasismans, en bjartur dagur frelsisins mun renna upp um síðir. Fullvissan um það felst í ósveigjanlegum vilja fólksins í Chile að steypa hataðri herforingjaklíku og öðlast aftur það frelsi, sem í svipinn glataðist. Trygging þess að það muni takast eru ættjarðarvinir Chile og leiðtogi þeirra Luis Corvalan, heili, heiður og samviska þjóðar Chile". Volodia Teitelboim.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.