Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 45

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 45
Þjóðfrelsisher PAIGS þingmenn og kosið var til á síðasta ári, kom saman í hinum frelsaða hluta landsins og lýsti lýðveldi stofnað. Frelsisbarátta þessarar bændaþjóðar hefur síðustu tíu árin verið háð með vopnum og hafa hermenn Nato-Portúgal orðið að láta undan síga, þrátt fyrir þá að- stoð, er þeir hafa fengið frá öðrum ríkjum Atlandshafsbandalagsins til múgmorða. „Réttur” hefur áður sagt frá frelsisbarátt- unni í Guinea-Bissau (1970, bls. 178) og frá hinum ágæta foringja þeirar baráttu, Amilcar Cabral, sem leiguþý Portúgala myrm (Réttur 1973, bls. 56—57). Þjóðin telur tæpa miljón manna og var svo að segja öll ólæs og óskrif- andi, er þjóðfrelsisflokkurinn, PAIGS, hóf baráttu sína. „Menningin", sem Natoríkið Portúgal færði þessari þióð eftir alda arðrán, voru napalm-sprengjur, sem Nato-ríkin sendu því, til að varpa yfir bændur og búalýð og tæta sundur líkama þeirra. Morðherferðir núverandi Nato-ríkja hafa verið svipaðar alla þessa öld í Afríku. Belgir sáu um að íbúum Kongó fækkaði úr 20 milj- ónum árið 1900 niður í 12,5 miljónir 1960. 1906 lét þýska auðvaldið drepa 20.000 manna, kvenna og barna af Herero-ætt- flokknum í Suðvestur-Afríku og sama árið 120.000 afríkana í Austur-Afríku. Bretar drápu 3000 afríkumenn í Rhodesíu 1896 og 4000 í Natal 1906. Franská auðvaldið lét drepa 40000 Malagesa á Mosambík 1947 og höfðu 1960 drepið 600.000 Algierbúa aðeins á tímabilinu frá 1953. — Þetta er félags- skapurinn sem vissir „Islendingar" álíta að við eigum heima í vegna „frelsis og lýðræðis og vestrænnar menningar." 253

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.