Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 23
próf eða framhaldsdeild gagnfræðaskóla). Hér er um uppeldisstarf að ræða, sem karlmenn hafa aldrei talið í sínum verkahring. Á dagheimilum hér á landi eru nú nær eingöngu börn einstæðra mæðra, börn sem ekki eru hjá föður sínum og hefðu því mikla þörf fyrir að umgangast karlmenn á dagheimilinu. Kennsla á lægri stigum skólakerfisins færist æ meira í hendur kvenna. Konur velja sér kennslu- starfið, vegna þess að það er eitt af þeim fáu störfum, þar sem algjört launajafnrétti ríkir milli kynjanna, en með aukinni ásókn kvenna hefur karl- mönnum fækkað í stéttinni vegna lágra launa. Karl- mennirnir eru skólastjórar, yfirkennarar eða fagyfir- kennarar. Það heyrir til undantekninga, að konur gegni þessum störfum. Starfið krefst mikillar mennt- unar, stúdentsprófs og 3ja ára í Kennaraháskóla. Hér er um að ræða mikið ábyrgðarstarf, sem er mikill hluti uppeldis og mótunar uppvaxandi kyn- slóðar, en starfið er erfitt, krefjandi og oft van- þakklátt, starfsdagur langur og hver mínúta skipu- lögð. 6.4 Verslunar- og skrifstofustörf Segja má, að i bönkum og ýmsum opinberum stofnunum komi kynferði starfa einna greinilegast i Ijós. Þar eru konur vélritarar, símaverðir, almenn- ar skrifstofustúlkur og einkaritarar. Símavarsla og vélritun eru mjög einhæf störf, en krefjast hraða og leikni. Því er almennt trúað, að karlar geti alls ekki vélritað, það sé aðeins á færi kvenna. En ef karlar þurfa nauðsynlega að vélrita sjálfir, eins og td. blaðamenn og rithöfundar virðast líkamlegir eiginleikar ekki hindra þá og ekki standa strákar sig verr í vélritunarnámi í skólum. Fyrirtæki leggja mikla áherslu á að fá vanar og góðar „vélritunar- stúlkur" til starfa, en hversu góðar sem þær eru, eru þær lægst launaði starfskraftur fyrirtækisins ásamt „símastúlkum" og sendlum. Starf einkaritara er allt annars eðlis og getur oft verið fjölbreyttara. Miklar kröfur eru gerðar til einkaritara, hann á helst að vera öllum hnútum kunnugur, er varða rekstur fyrirtækisins og það er án efa reyndin mjög viða, en hefur einkaritarinn nokkurn tíma tekið við starfi forstjórans, þegar for- stjóraskipti verða? Hugmyndir framámanna í við- skiptaheiminum um einkaritara eru allt aðrar, eins og vel kemur fram í bæklingi Stjórnunarfélags Is- lands „Einkaritaranum" sem mun hafa komið út 1972. En þar er höfuðmarkmið einkaritarans talið vera: „að létta, leysa eða bægja frá vandamálum framkvæmdastjóra sins". „Hún hjálpar honum gegnum erilsaman og annaríkan dag". „Hún virðir hann og býr honum góð vinnuskilyrði innan fyrir- tækisins. Hún er stolt af velgengni hans, en hefur ekki orð á mistökum hans". „Hún sýnir honum bolinmæði, lætur honum líða vel í návist sinni". Ekki er sama hverju hún klæðist. Þar er ekki verið að hugsa um það, sem þægilegast er í vinnu, heldur það, sem karlmönnunum likar. Minnir ekki ýmislegt hér á markmlð góðu eiginkvennanna, eins og við lesum um í kvennablöðunum, að þau eigi að vera? Dreynrr karlmenn um að stofna til launaðra þjón- ustustarfa, sem fela í sér þá þjónustu, sem þeir verða e.t.v. að sjá af á heimilunum, þegar eigin- konurnar fara út að vinna? Á skrifstofum eru karlmenn skrifstofustjórar, deildarstjórar eða fulltrúar. Byrji ungur maður sem almennur skrifstofumaður, hefur hann hækkað í stöðu að skömmum tíma liðnum. Mörg eru dæmin um að kona, sem vön er að hlaupa í ýmis störf á skrifstofunni, kenni ungum, nýbyrjuðum sveini eitt af þessum verkum og áður en hún veit af, er hann kominn langt upp fyrir hana í launum og stöðu. Þegar auglýst er eftir fólki til skrifstofustarfa, er auglýst eftir stúlkum til vélritunar og simavörslu. Oft er æskt góðrar íslenskukunnáttu og málakunn- áttu og oft á tíðum nefnd próf frá ákveðnum skól- um. Ef auglýst er eftir karlmanni, er krafist, að hann sé áhugasamur og jafnvel tekið fram, að stöðuhækkun sé möguleg fljótlega. (Sjá bls. 218). I verslunum gegna konur almennum afgreiðslu- störfum, karlar eru verslunarstjórar. 6.5 Flugfreyjustarfið Flugfreyjustarfið hefur verið umvafið dýrðarljóma frá upphafi og er það að nokkru leyti enn. Þarna átti ungum stúlkum að bjóðast tækifæri til a, 231

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.