Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 31

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 31
ið við þeirra þarfir og meðan þjóðfélagið er ekki þyggt upp með almenna atvinnuþátttöku kvenna fyrir augum. Við þurfum að viðurkenna staðreyndir um mismun kynjanna, öllum konum þarf að tryggja fri á fullum launum i þrjá til sex mánuði í kringum þarnsburð, og e.t.v. vinnuafslátt í einhvern tíma að auki. Aðbúnaður við fæðingu þarf að vera eins góður og kostur er. Eigi konur i erfiðleikum i sambandi við tíðir, verður að taka fullt tillit til þess, meðan læknavísindin hafa ekki fundið upp meðul við þeim lasleika. Koma þarf upp dagvistunarheimilum fyrir öll börn undir skólaskyldualdri, sem rekin væru á sama hátt og skólar, bæði i borg og til sveita. En þetta þurfa að vera GÓÐ heimili, sem veita eiga börnum þroskavænlegt og félagslegt uppeldi. Vanda þarf mjög vel til menntunar starfsfólks. Börn þrífast ekki vel á slæmum stofnunum, frekar en slæmum he'.milum. Miða ætti reksturinn einnig við fólk í vaktavinnu. Það er ekki þar með sagt, að þarna skuli börnin dvelja allan daginn. Daglegur dvalartími ætti ekki að fara yf;r 7 eða 8 stundir. Jafnframt því sem konur fara almennt að taka þátt í atvinnulífinu og vélvæðing eykst ætti að vera hægt og er nauðsynlegt að stytta vinnutímann. Vinnutími foreldra þarf ekki að vera á sama tíma og þannig gæti dvölin á dagheimilinu styst. Jafn- hliða þarf að koma upp þjónustukerfi með fólki, sem vinnur við að hjúkra og sinna veikum börnum á heimilunum, meðan foreldrarnir eru í vinnu.2) Lítil von er til svo almennrar uppbyggingar dag- heimila í kapítalisku þjóðfélagi, þar er slíkum heim- ilum ekki komið upp nema í neyð, t.d. handa börnum einstæðra mæðra, það er ódýrara en að sjá fyrir þeim, eða ef starfskraft vantar tilfinnanlega til vissra starfa elns og hjúkrunarstarfa eða íshús- vinnu. Viðhorf til heimilisstarfa þurfa að gjörþreytast. Astandið er enn svo slæmt hjá okkur að jafnvel skerfur reiknaður likt og orlofs- og lífeyrissjóðs- greiðslur, þ.e. af dagvinnukaupi.Ekki náðist sam- staða um þetta atriði í verkakvennahópnum. Þá var málið aftur flutt á ráðstefnunni sjálfri, en fékk ekki inni í sameiginlegum sérkröfum Verka- mannasambandsins. ") Félag einstæðra foreldra hefur gert tilraun í þessa átt. I tilefni af auglýsingu gáfu sig fram nokkrir öryrkjar til þessara starfa. karlmenn, sem þerjast fyrir sósialisma, þar sem allir einstaklingar njóti sama réttar, lita á það sern sjálfsagðan hlut, að hússtörf á þeirra heimili og uppeldi þarna þeirra sé hlutverk konunnar einnar, jafnvel þótt hún vinni fullt starf utan heimilis. Mundi viðhorf þeirra breytast sjálfkrafa með tilkomu sósi- alismans? Konur sjá ekki frelsun sína í vinnu utan heimil- isins, ef henni fylgir að þurfa að fara eldsnemma á fætur á hverjum morgni til að koma syfjuðum börnum í gæslu eða skóla, vinna siðan við vél eða skrifþorð I a. m. k. átta stundir, þjóta á barna- heimilið fyrir ákveðinn tíma og vinna ein öll heim- ilisstörfin, þegar heim kemur. Ekki er óeðlilegt, að konur sækist eftir hálfs dags vinnu, en hún er engin lausn, heldur hefur fremur stuðlað að bágum og versnandi kjörum kvenna og leysir konur alls ekki undan klafa heimilisstarfanna. Aftur á móti græðir vinnuveitandinn á slíku fyrirkomulagi og þorgarinn sér þarna ráð til að hleypa konum út af heimilunum án þess að það krefjist þess að karl- menn þreyti lífsháttum sínum. Launamisrétti kvenna hefur þegar verið gerð nokkur skil í þessari grein. Konur verða að knýja á verkalýðsforystuna um að taka þau mál alvar- legum tökum. Af einhverjum ástæðum hefur hún ekki lagt sig fram um að fá þessu breytt, en hún er eini aðilinn, sem á þvi hefur tök. Vert er að geta þess, að kauptrygging, sem nú er í kröfum ASl, mun einkum koma konum til góða. í fiskiðnað- inum mun kauptrygging að likindum leiða til þess að betra skipulag verður á veiðum og dreifingu fiskjarins. Atvinnurekendur munu sjá sér hag í að hafa vinnuna sem jafnasta. Konur á hinum ýmsu vinnustöðum þurfa að binda endi á samtakaleysi sitt. Þær þurfa að beita sér fyrir því að uppfræða hver aðra og karlmennina um stöðu konunnar. Þær þurfa að kynna sér launa- samninga og allar hliðar kjarabaráttunnar og koma síðan út í launabaráttuna sem sterkur og áhrifa- mikill hópur. Stór hópur kvenna virðist sætta sig við ríkjandi ástand, en það bendir einmitt til þess, að þær geri sér alls ekki grein fyrir því, að þær eru beittar misrétti. Nýstofnað jafnlaunaráð á að verða þeim vopn i baráttunni fyrir jöfnum rétti til allrar vinnu og jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf') meðan takmarkið um jöfn laun handa öllum er svo fjarlægt. :l) Lög um jafnlaunaráð nr. 37,1973. 239

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.