Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 25
6.8 Til athugunar Fjöldi manna telur hlutverk kvenna, sem eiga börn, eingöngu vera á heimilunum. En hvað yrði um starfsemi frystihúsanna, sjúkrahúsanna og skól- anna, ef hugmyndir þeirra yrðu ofan á? Hvernig væri að venja þá af þessu þulli með því að allar konur með börn undir vissum aldri legðu niður vinnu, þótt ekki væri nema í einn dag? 7.0 FRAMI KVENNA í STARFI Séu konum falin forystustörf á vinnustöðum, heyrir slíkt til undantekninga. Þær eru ekki for- stjórar, deildarstjórar, skólastjórar eða banka- stjórar. Forsendur þess, að maður hljóti slíkt starf eru oftast sérstakir eiginleikar viðkomandi, góð mennt- un eða langur starfsaldur, en eigi bæði kona og karl í hlut, virðist fyrsta forsendan vera kynferðið, þ.e. viðkomandi þarf að vera karlkyns. Konum, sem vilja ná langt í starfi, nægir ekki að vera eins góðar, jafn hæfar og karlmennirnir, þær þurfa að vera mun betri. Þetta viðhorf er m. a. réttlætt með þvi, að konur séu óáreiðanlegur vinnukraftur, þær komi og fari, taki upp á þvi að hætta vegna giftingar eða barna, þurfi barneignafrí o. s. frv. Sumir segja, að kona sé alls ekki til forystu og ábyrgðar fallin, sbr. málsháttinn: ..Aldrei er kvennastjórn affara- góð." Börnin eru framtíð okkar, það er kaldhæðni, að hið mikilvæga hlutverk konunnar, að halda mann- skepnunni við, hefur snúist gegn henni og er undir- rót kúgunar hennar í stað þess, að hún hljóti verð- skuldaða umbun fyrir það. Það er það, sem að- greinir hana frá karlmanninum. Þess vegna má hún ekki velja sér starf, þess vegna fær hún lægri laun, þess vegna nýtur hún ekki sannmælis á vinnustað, þess vegna er hún ekki sett til mennta, þess vegna er henni ekki treyst til ábyrgðarstarfa, þess vegna ber henni að þjóna karlinum. Það virðist gleymast, að konur eru ekki í barn- eign nema hluta æfinnar, eða af hverju fær ungur óreyndur karlmaður frekar launa- og stöðuhækkun en 40 ára kvenmaður? Einnig verður æ sjaldgæfara, að konur eignist fleiri en þrjú börn um ævina. 233

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.