Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 48
Flugfreyjur að samningum. 4. Að stjórnin færi frá og ný stjórn yrði mynduð án kosninga. 5. Að ekki hafði reynt á ákvæði málefna- samningsins um brottför hersins. Þessi atriði hlutu íslenskir sósíalistar að vega saman, enda þótt þeir teldu að unnt hefði verið að halda betur á málum, að unnt hefði verið að tryggja betri samninga um veiðihólf og að eðlilegt hefði verið að leyfa Bretum enn að glíma við íslenskt veðurfar að vetrarlagi. Þeir hefðu þá jafnvel gefist al- veg upp og orðið fáanlegir til hagkvæmari samninga við íslendinga. Niðurstaðan varð sú að styðja samkomu- lagið við Breta. Óneitanlega höfðu vinnubrögð Ólafs Jó- hannessonar við þessa samningsgerð mjög neikvæð áhrif. Ráðherrann fór til London með þær yfirlýsingar við alþjóð að hann myndi aðeins fara til þess að kanna hvort Bretar hefðu eittbvað nýtt fram að fœra, en hann lagði síðan sjálfur fram eigin tillögur strax í upphafi viðræðnanna við forsœtisráð- herra Breta. Hann lýsti þvi ennfremur yfir áður en hann fór að fyrirmælum til land- helgis gæslunnar yrði í engu breytt; en vest- firskir sjómenn héldu síðan allt öðru fram og fullyrtu að gæslan hefði ekki sinnt skyldu- störfum sinum á sama hátt og fyrr vegna þess að kannanir stóðu yfir á samningum við Breta. Þegar heim kom lýsti forsætisráðherra því yfir að hann gæti sætt sig við samnings- uppkastið sem samkomulag, og eftir slíka yfirlýsingu forsætisráðherra var vitanlega lítil von til þess að Bretar vildu sætta sig við breytingar þegar það var þó reynt. En þessi vinnubrögð sem hér var lýst, gátu að sjálfsögðu ekki sem slík haft áhrif á hin efnislegu viðhorf manna til lykta málsins. Þá varð aðeins að taka með í reikninginn þau meginatriði sem hér voru rakin á undan. • FLUGFREYJUVERKFALL 18. desember var samið við flugfreyjur. Hafði sáttafundur staðið í 49 klukkustundir þegar samningar tókust. Verkfallið hófst 15. desember. Byrjunarlaun flugfreyju með vísi- töluuppbót verður ná 36.407 á mánuði. ÞJÓNAVERKFALLIÐ Þjónaverkfall hófst 9- nóvember og lauk því ekki fyrr en 10. janúar. Á meðan voru allir veitingastaðir lokaðir. sv. 256

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.