Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 18
Ásmundir Sveinsson: Straukonan.
Fiorence Night!ngale fékk iðjulausar millistéttar-
konur og -stúlkur Viktoríutímans til líknarstarfa,
.... á sama hátt og ríkar konur vinna fyrir Rauða
krossinn og önnur liknarstörf nú á tímum."
Starf hjúkrunarkvenna er okkur lífsnauðsyn. Það
krefst allmikillar menntunar, og hjúkrunarkonur hafa
með sér rótgróið stéttarfélag.1) Samt hafa þær
alla tið verið meðal lægst launuðu hópa. I viðtali
við nokkrar konur úr stjórn Hjúkrunarfélags Islands
J) Hjúkrunarfélag Islands er eitt af elstu félögunum
innan B.S.R.B., stofnað árið 1919.
í 3. tölublaði Ásgarðs, blaði BSRB í des. 1969,
segja þær: ...... við teljum að launakjörin í dag
séu einmitt svo slæm vegna þess, að þetta var oy
er kvennastétt". Þeir örfáu hjúkrunarmenn, sem
lok:ð hafa hjúkrunarmenntun hér á landi hafa allir
farið i sérnám (og eru því í hærri launaflokkum),
men þecs ber að gæta, að þeir hafa ekki húsmóður-
starf við hliðina.
Undir hjúkrunarkonum starfa sjúkraliðar. Það
starf krefst einnig menntunar, námskeiðs, sem tek-
ur eitt ár. Þetta er þannig fagmenntað starfslið,
en aðeins í 11. launaflokki (eins og sorphreinsun-
armenn, næturverðir o. fl.). Það er engin tilvilj-
un, að langflestir sjúkraliðar eru konur.
Fyrir neðan sjúkraliðana í virðingarstiga sjúkra-
hússtarfsliðsins eru síðan óbreyttar starfsstúlkur,
sem enn verri kjara njóta. Yfir öllu saman tróna
síðan læknarnir, karlmennirnir. Þarna halda konur
við stéttaskiptingu sín á milli á sama vinnustað og
sýnir það, hversu fráleitt er að skipa öllum konum
saman á bekk sem einni stétt, en mörgum hættir
til þess. I stéttaþjóðfélagi skiptast konur i hinar
ýmsu stéttir alveg á sama hátt og karlmenn.
Ljósmæður þurfa að Ijúka 2ja ára námi í Ljós-
mæðraskóla Islands. Þær starfa siðan á fæðingar-
deildum sjúkrahúsa, fæðingarheimilum eða ferðast
um sveitirnar. Við metum líf okkar og líkama yfir-
leitt mjög mikils og ekki hikum við við að borga
læknum allra hæsta kaup fyrir að halda í okkur
lífinu, og hið minnsta viðtal hjá lækni greiðum
við háu verði. Þeir bera lika mikla ábyrgð. En
eitthvað er annað hljóð í strokknum, þegar við
erum að fæðast í heiminn eða þegar við konur
erum að fæða börn okkar. Þá er ekki greitt háu
verði eða mikil ábyrgð hátt metin. I starfsmati rík-
isins er Ijósmóður raðað í 14. launaflokk, einum
flokki neðar en t.d. lögregluþjónum og tollvörðum.
Ábyrgð Ijósmæðra er metin til 75 stiga (sama og
lögregluþjóna), en ábyrgð tollvarða er metin til
100 stiga. Til gamans má geta þess, að ábyrgð eld-
ismanna laxeldisstöðva er einnig metin 75 stig.
Það er þá jafn áþyrgðarmikið starf að hjálpa nýjum
manni í heiminn og að halda lífinu í laxaseiðum
handa sportveiðimönnum. Mesta ábyrgð eru þeir
greinilega taldir hafa, sem hafa peninga undir
höndum. Viðskiptalífinu er skipað í hæstan sess.
Sölustjóri minjagripaverslana Ferðaskrifstofu rik-
isins fær 100 stig í ábyrgð, auglýsingastjórar út-
varps 130 stig og útsölustjórar Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins 160 stig.
226