Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 52
RITSJÁ
Dag Hareide: Chile. Pá vej til
socialismen. Pax-úgáfan. Oslo
1973.
Hér er á ferðinni 200 blaðsiðna
kilja frá Pax-útgáfunni norsku, sem
hefur inni að halda allmargar
merkilegar greinar norskra sósíal-
ista, sem verið hafa í Chile. Er þar
að finna allýtarlegar rannsóknir á
þjóðfélags-háttum og -aðstæðum,
stjórnmálaástandi, sérstaklega í
sósíalistisku verklýðshreyfingunni,
og afstöðu atvinnulífs j Chile
gagnvart erlendu auðmagni. I for-
mála er lögð sérstök áhersla á
hverja lærdóma norskir sósíalistar
verði að draga af baráttunni í
Chile, sem um margt sé líkt Nor-
egi og öðrum löndum Vestur-
Evrópu, en ólíkt öðrum ríkjum
Suður-Ameríku. Bókin er skrifuð
fyrir valdarán fasista 11. septem-
ber, en er ekki síður athyglisverð
þessvegna, því erfiðleikar alþýðu-
stjórnarinnar eru þar vel raktir og
skýrðir. Meðal greinakaflanna eru
mjög merkilegar upplýsingar um
framkomu hins alræmda alþjóða-
hrings ITT (International Telephone
and Telegraph Co.). Eru það af-
hjúpanir hins kunna blaðamanns
Jack Anderson, sem hér eru birtar.
Þessi bók á erindi til allra hugs-
andi manna.
Jozsef Lengyel: Confrontation.
Peter Owen. London. 1973.
,,Réttur'‘ birti 1969 smásögu eftir
Jozsef Lengyel, einn besta rithöf-
und Ungverja, og var þá sagt
nokkuð frá þessu stórmerka skáldi
og ágæta kommúnista, sem varð
fyrir þeirri ægilegu reynslu að
vera 18 ár í fangabúðum Sovétrikj-
anna, sendurþangað saklaus 1937.
Þessi skáldsaga hans:: „Augliti
til auglits", fjallar um eitt djúp-
stæðasta, viðkvæmasta og harm-
þrungnasta vandamál I marxistiskri
hreyfingu nútímans — og Lengyel
fjallar um það af persónulegri
reynslu, sárri og djúpri, en með
list stórskáldsins og innsýni hins
menntaða marxista í vandamálið.
Efnið er að ungverski kommún-
istinn Lassú, sem sleppt er 1948
úr fangabúðum I Síberíu, stelst inn
til Moskvu, til að hitta þar vin sinn
og félaga Banicsa, sem nú er
fyrsti sendiráðsritari í ungverska
sendiráðinu. Þeir höfðu unnið sam-
an sem bestu félagar, Lassú hærra
settur I flokknum, báðir haft leyni-
starf með höndum I Ungverjalandi
fasismans, — en Banicsa síðan
lent í fangabúðum nasista, Lassú I
fangabúðum Sovétrikjanna. Lýs-
ingin á samtali þelrra og viðbrögð-
um öllum, umhverfi beggja, konu
og syni 1. ritara er I senn list
I lýslngu á sálarlífi, áhrifum um-
hverfis á manninn, og djúpstæð
félagsleg gagnrýni á fyrirbrigðum
í sósíalískum þjóðfélögum eins og
þau eru enn. Það eru tveir komm-
únistar, sem ræða málin frá svo
ólíkum persónulegum aðstæðum,
sem hugsast getur. Og Lengyel
getur skrifað um þessi vandamál
sem sá, er hefur vitið og reynsl-
una — og vald listarinnar til þess.
„Valdið er krabbamein .. . Það
étur hinar lifandi sellur I mann-
gildi hverrar manneskju. Takmark-
Ið verður að engu í augum manns-
ins — og valdi er beitt aðeins
valdsins vegna", segir Lassú á
einum stað í samtallnu við
Banicsa. Og á öðrum stað segir
hann í einskonar eintali sálarinnar,
út af gömlu vandamáli, sem hann
er að brjóta heilann um og snertir
kjarnann í allri baráttunni: „Ég
hefði verið hræddur við að trúa
ekki, — ég var hræddur við að
glata inntaki lífs mins, þeim til-
gangi, sem ég var eigi aðeins
reiðubúinn að lifa fyrir, heldur og
að deyja fyrir".
Lengyel á sem maður og skáld
miklar þakkir marxista og allrar
alþýðu skildar fyrir það að halda
áfram á svo listrænan og djúp-
stæðan hátt þeim reikningsskilum
kommúnista við ríkisvald sjálfra
sín, sem hafin voru 1956, en víða
var lagst á síðan. Þótt Lengyel sé
mikils metinn I föðurlandi sínu, þá
eru slíkar bækur hans sem þessi
litin hornauga I ýmsum af sósíal-
istisku löndunum. En gildi þeirra
fyrir alla þá, sem brjóta vilja til
mergjar erfiðustu innrl viðfangs-
efni sósíalismans, er því meira.
260