Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 20

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 20
sinni, virðast notaðir í annarra þágu. Börnin eru í umsjá ömmunnar eða bara sjálfs sín, og eru þá mæðurnar atyrtar fyrir að hugsa illa um þau1). Á matmálstímum borða þau snarl eða bara sæl- gæti eða konurnar fara heim til að gefa fjölskyld- unni að borða. Hvernig er svo aðstaðan á vinnu- stað? Þarna mega konurnar standa kyrrar á sama stað í köldum pökkunarsölunum allan daginn og ekki fá þær máltíð í vinnunni. Kaupgreiðslufyrirkomulag frystihúsanna hefur mjög verið til umræðu að undanförnu og gnæfir hið svonefnda þónuskerfi þar hæst. Það er ákvæð- islaunakerfi í þeirri mynd, að launin hækka við aukin afköst, en ekki í réttu hlutfalli við afköstin, tvöföld afköst miðað við staðalafköst, þýða ekki tvöföld laun, heldur tiltekinn kaupauka (bónus). Ávinningurinn af afkastaaukningunni skiptlst í ákveðnu hlutfalli milli verkamannsins og fyrirtæk- isins. I frystihúsunum koma vinnugæðin einnig inn í dæmið. Milli hrotanna safnar starfsliðið orku, svo afköstin verða eins mikil og mögulegt er, þegar til étakanna kemur, en slíkt kemur atvinnurekand- anum að sjálfsögðu vel. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér ákaflega mikið álag og streitu og slítur fólki fyrir aldur fram og skapar oft á tíðum óheppilegt andrúmsloft á vinnustað vegna sam- l) Sbr. eftirfarandi tilvitnun úr nýútkominni barna- bók. Gamall maður segir við litla stúlku, sem hefur sagt honum, að móðir hennar væri að vinna: „Æi, já. Sumar konur elska fiskinn meira en börnin sín. Þær elska bara börn með snuð. Og þegar þau sleppa snuðinu, fara þau að bíta gras eins og útigangshross og verða að bjarga sér sjálf". Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guð- bergsson: Ásta litla og eldgosið í Eyjum. — Reykjavík 1973. Bls. 5—6. 228

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.