Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 17
og starfsaldur, kemur i Ijós að konur í bönkum fá aðallega greidd laun eftir 3., 4., og 5. launa- flokki, en karlar aðallega eftir 6., 7., 8. og 9. launa- flokki. (Launaflokkar eru 10). Könnunin náði til 979 starfsmanna alls, kvenna og karla. Ein- ungis 15 konur eru þá í 7. launaflokki á móti 109 körlum. Aftur á móti eru aðeins 15 karlar í 3. flokki á móti 138 konum. Ef litið er á starfsaldur, kemur í Ijós, að lægri starfsaldur er ekki orsök launa- misréttisins, því meðalstarfsaidur kvenna er nær undantekningarlaust hærri í öllum launaflokkum í öllum bönkum (aðeins ein kona í 9. flokki hefur lægri starfsaldur en meðalstarfsaldur þeirra 68 karla í sama launaflokki). (Sjá töflu á þessari opnu). Árið 1971 gerði einn starfshópur Rauðsokka athugun á röðun i launaflokki hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur.1) Launaflokkar þar voru 12 og náði athugunin til u.þ.b. 700 félagsmanna. Þar kem- ur á daginn, að 41% kvenna eru í 6. flokki, en að- ein 3% karla, 16% þeirra eru aftur á móti í 11 flokki og 44% lenda ofar en í 12. flokki, þ.e. laun þeirra eru samningsatriði milli þeirra og atvinnu- rekenda, en eru ekki ákveðin af stéttarfélaginu. Þegar gerðir eru samningar, er því aðeins verið að semja fyrir rúmlega helming karlmanna, en allar konurnar. Hópurinn gerði á sama tíma einnig athugun i tveim opinberum fyrirtækjum. Þá voru launaflokkar 27. Þar tóku konur aðallega laun eftir 5.—14. launa- flokki, en karlar aðallega eftir 12.—27. Þegar menntunarþátturinn var einnig tekinn inn í kom m.a. fram, að í öðru fyrirtækinu tóku konur með miðl- ungsmenntun (stúdentspróf og próf frá iðnskóla, Verslunar- og Samvinnuskóla o. fl.) i hæsta lagi laun samkvæmt 10. launaflokki, en karlar með sam- bærilega menntun eftir 14.—21. flokki. I hinu fyrir- tækinu var ástandið ögn skárra. Konur með miðl- ungsmenntun dreifðust þar á 8. til 17. flokk, en karlar með sambærilega menntun á 13. til 25. launa- flokk. i launabaráttunni eru tvær hindranir, sem aðal- lega þarf að berjast við; annars vegar hefðbundinn hugsunarhátt og úrelta kynskiptingu starfsgreina og hins vegar þá staðreynd, að konur láta bjóða sér lægri laun en karlar, þær meta vinnu sína til lægra verðs, líta ekki á sig sem fullgilt vinnuafl, þótt heilar atvinnugreinar byggi afkomu sína á vinnu kvenna. Reynsla, sem konur hafa aflað sér með heimilisstörfum, er ekki tekin gild úti í atvinnulíf- inu, þótt um alveg sams konar störf sé að ræða. Kona, sem í 20 ár hefur eldað mat og skúrað gólf heima hjá sér, fer á byrjunarlaun í sliku starfi úti á vinnumarkaðnum. Verkakonur og -karlar i Reykjavík eru ekki sam- an í félagi. Verkamenn eru í Verkamannafélaginu Dagsbrún og þar eru launaflokkar 9. Konur eru í Verkakvennafélaginu Framsókn og í Starfsstúlkna- fél. Sókn. Taxti Sóknar samsvarar 2. taxta Dags- brúnar. Iðnverkafólk er í Iðju, en þar er ekki starfs- fólk í matvælaiðnaði. Skýringu vantar á, hvenær iðnaður er iðngrein og hvenær verkamannavinna. Afgreiðslustúlkur í brauð- og mjólkurbúðum eru enn í einu sérfélagi, en ekki í Verslunarmannafé- agi Reykjavíkur. Hvernig stendur á þvi, að fólk í samþærilegri vinnu myndar ekki saman eitt félag? eða hvers vegna er ekki allt verkafólk í Reykjavík, konur og karlar, saman í verkalýðsfélagi? I Dags- brún eru þrjú til fjögur þúsund félagar, í Framsókn rúmlega tvö þúsund, í Sókn einnig rúmlega tvö þúsund. 6.0 KVENNASTÖRF Hvernig verða kvennastörf til? Af einhverjum éstæðum sækja konur i viss störf, þessi störf verða láglaunuð, af því konur eru í þeim, annaðhvort ein- göngu eða að miklum meirihluta. Siðan fást karl- menn alls ekki til að gegna þeim, af því þau eru láglaunuð. 6.1 Heilsugæsla Germaine Greer segir í bók sinni, Kvengelding- urinn:2) „Hjúkrunarkvennastéttin varð til, þegar J) Birtist í Samvinnunni, 5. hefti 1971. 2) Germaine Greer: The Female Eunuch, London 1971, bls. 126. 225

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.