Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 9
1.0
INNGANGUR
Mao Tse Tung sagði einu sinni, að eitt allra
mikilvægasta skrefið í átt til sósíalísks þjóðfélags
væri almenn þátttaka kvenna í framleiðslunnl og
einnig, að raunverulegt jafnrétti kynjanna næðist
ekki nema með algjörri umþreytingu þjóðfélagsins.
Hvernig er staða kvenna á vinnumarkaðnum?
Við heyrum sagt, að konur hafi mun lægri laun en
karlar; þær séu í lægri stöðum og þá i hefðbundn-
um kvennastörfum, svo sem þjónustu, matvæla- og
fataiðnaði, afgreiðslu og einföldum skrifstofu-
störfum; þær hafi minni möguleika á að hækka
í stöðu eða að fá kauphækkun; menntun þeirra sé
lægri og styttri en karla og oft hafi þær ekki lokið
sinni menntun. Þær mæti verr til vinnu; séu óstöð-
ugt vinnuafl og séu jafnvel notaðar af atvinnurek-
endum sem varalið; konur hafi sig lítt í frammi i
stéttarfélögum og geri sér oft ekki grein fyrir þeirri
mismunun, sem þær verða fyrir. Því er haldið fram,
að konur eigi að geta valið, hvort þær vlnna úti
eða ekki.
Ætlunin með þessari grein er að reyna að draga
upp mynd af ástandinu eins og það er og leita
skýringa, ef kostur er. Konur eru helmingur lands-
manna. Ætla má, að flestar ógiftar konur hér á landi
vinni launavinnu. I yngstu árgöngum eru konur trú-
lega fleiri en karlar, vegna þess að piltar fara
fremur til náms. Árið 1970 hafði helmingur giftra
kvenna í landinu einhverjar launatekjur, en aðeins
þriðjungur giftra kvenna var „virkur" þátttakandi f
atvinnulífinu, þ.e. hafði árstekjur yfir 45.000 kr., sbr.
könnun Hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnun-
ar rikisins,1) sem vikið verður að nánar síðar. Svip-
uð niðurstaða kom út úr könnun sem Rauðsokkar
gerðu í Kópavogi í janúar 1971.2) Þar kom i Ijós,
að 36% kvenna í bænum unnu úti að einhverju leyti,
fullan vinnudag eða hluta úr starfi.
I könnun á þörfum á dagvistunarstofnunum í
Reykjavík, sem gerð var á vegum Félagsmálaráðs
Reykjavíkur árið 19713) og náði aðeins til kvenna
með börn á aldrinum 0—10 ára, kom í Ijós að 17%
þeirra unnu úti fullan vinnudag, 21% unnu hluta úr
degi og 6% unnu hluta úr ári.
2.0
UPPELDI OG MENNTUN
Væru stúlkur og drengir alin upp með sömu
markmið fyrir augum, þau að búa sig undir það
að geta séð fyrir sér sjálf og orðið að liði í þjóð-
félaginu og einnig að verða foreldrar og félagar,
væri mörgum tálmunum í átt til jafnréttis karla og
kvenna rutt úr vegi. En raunin er því miðuf ekki
sú. Stúlkur eru fyrst og fremst aldar upp til þess
að verða mæður og eiginkonur, þeim eru gefin
leikföng í samræmi við það, brúður og bollastell.
Þær læra að koma fram sem konur, passa börn og
hjálpa til í húsinu, vera umhyggjusamar, sætar og
skilningsrikar, glaðar og góðar. Afleiðingin verður
sú, að þær láta karlmenn hafa frumkvæðið, hafa
meiri áhuga á fötum en stjórnmálum, fara frekar
i saumaklúbb en á pólitíska fundi, tala frekar um
fræga stjórnmálamenn, en að þær viti, hver stefna
þeirra er og hvernig þeir framfylgja henni. Þær vita
vel, hvað þær eiga ekki af því nýjasta á markaðn-
um. Markmið þeirra flestra er hjónaband og heim-
ili og eftir því fer menntun þeirra. I barnaskóla-
bókunum sjá þær fyrir sér þessa mynd, allar konur
með svuntu. „Mamma Ara og Rúnu kemur nú með
kókó" ... .4) eða......Ása er líka þæg. I dag er
hún að iaga til fyrir mömmu sina. Ása sogar með
ryksugu. Hún fágar og fágar".4) Kona, sem vinnur
utan heimilis, sést ekki. Sama mynd helst upp
alla skólagönguna, frá lestrarbókum upp í kennslu-
bækur í erlendum málum. Sama er að segja um
sögubækurnar. Hér er haldið uppi alrangri mynd af
þjóðfélaginu. Islandssaga og mannkynssaga segja
nær eingöngu frá körlum eins og konur séu eitt-
hvað seinna tíma fyrirbæri.
*) Úrvinnsla Hagrannsóknadeildar Framkvæmda-
stofnunar rikisins úr skattframtölum 1971. Kynnt
starfshópi í Norræna sumarháskólanum.
2) Könnun á barnaheimilaþörf í Kópavogi, gerð af
Rauðsokkum í jan. 1971, undir stjórn Þorbjörns
Broddasonar. Birtist í 5. hefti Samvinnunnar
1971, bls. 26—28.
3) Þorbjörn Broddason: Dagvistunarkönnun 1
Reykjavík, 1971.
*) Barnagaman III, Rikisútg. námsbóka, Rvík 1966.
217