Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 44

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 44
D.K.P.) falla úr 49.4% atkvæða niður í 36,9%. — Glundroði sá, sem nú hefur skap- ast í dönskum stjórnmálum, skapar jarðveg fyrir afturhald í ætt við fasisma, sem ætíð hefst með lýðskrumi. ÞJÓÐARMORÐ I PARAGUAY Fasistastjórnin í Paraguay hefur undanfar- ið, að því er bandaríska tímaritið „Nation" hermir, skipulagt fjöldamorð á Indíánum, fyrst og fremst Aché-þjóðflokknum. Það eru vopnaðar sveitir, sem elta Indíánana uppi og myrða jafnt karlmenn, konur sem börn. Stendur þetta í sambandi við að Bandaríkin lána fasistastjórninni stórfé, til þess að „opna" landið fyrir erlendu fjármagni. Er þá farið að ryðja brautir og byggja á þeim stöðvum þar sem veiðilönd Indíána voru — og þeim út- rýmt, af því að þeir eru fyrir „menningu gróðafíknarinnar." „ANDLEGT SJÁLFSTÆÐI“ í BANDARIKJUNUM Fyrir nokkru birtist rannsókn á því hvern- ig fullorðnir Bandaríkjamenn verja frítíma sínum, framkvæmd af Andresen Company í New York og stuðst við Columbia útvarps- kerfið, verzlunarráðuneytið o. fl. Niðurstöðurnar voru þessar: Starfandi, fullorðinn Bandaríkjamaður sef- ur þriðjung tímans. Af 113 vökutímum vik- unnar vinnur hann 38 tíma og notar 25 klukkustundir til að klæða sig, matast og ferðast fram og aftur milli vinnustöðvar og heimilis. Þá á hann eftir 50 klukkustunda frítíma á viku. Af þessum 50 tímum er hann yfir 22 tíma eða 45% frítímans fyrir framan sjónvarpið, 17 tíma eða 34% við útvarpið, 4 klukkutím- ar fara í að lesa blöð (8%), 3 tímar í að lesa myndablöð og tímarit (6%). Þetta er saman- lagt 93% frítímans. Síðan fara 2,6% í að hlusta á hljómplömr eða segulbandstæki, 0,4% í bíóferðir. Þá kemur bókalesturinn: Meðal-Ameríkan- inn notar 0,2% af frítíma sínum til að lesa bækur eða 6 mínútur á viku, þ.e. 5 klukku- tíma á ári. Og þetta þýðir að meirihluti þeirra tekur sér aldrei bók í hönd, en hinsvegar les lítill minnihluti all mikið. — Neðst á listan- um — með 0,1% frítímans — eru svo leik- húsferðir, íþróttasýningar og hljómleikar. Þetta, hvernig meðal-Ameríkaninn ver frí- tíma sínum er um leið táknrænt fyrir hvern- ig honum er stjórnað, hvernig útvarps- og stjórnvarps-stöðvar hinna stóru félaga móta viðhorf hans allt. Og hvað blöðin snertir er í flesmm bæjum og borgum aðeins um eitt eða tvö blöð að ræða. Með öðrum orðum: Hugur hins venjulega Bandaríkjamanns mót- ast sem hráefni í verksmiðju af þeim skoð- unum, sem örfáar útvarps- og sjónvarpsstöðv- ar og voldugar blaðasamsteypur róta í hann. Og þessar skoðanaverksmiðjur eru í eign ör- fárra auðfélaga. Ekki undarlegt að afleiðing- in verði að tveir auðvaldsflokkar eigi fólkið. Það skal mikla barátm, mikið andlegt sjálf- stæði, til að brjóta alla þessa einokun, — sem gengur undir nafni skoðanafrelsis og lýðræð- is, — á bak afmr. „Homo sapiens" er heitið á mannkyni á latínu („viti borinn maður"), en fer ekki „homo recipiens" — „maðurinn sem mót- tökutæki" að verða sannnefni? GUINEA-BISSAU Þann 24. september varð Guinea-Bissau sjálfstætt ríki. Þing landsins, sem telur 120 252

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.