Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 5
ERFOLGE IM JAHR DER KRISE Gewinne der internationalen Mineraiölgesellschafteri jn Millionen Dollar, jeweils drittesQuartal BRITISH ' GULF STANDARD MOBIL PETROLEUM OIL OJL OF OIL CAUFORNIA ROYAL DUTCH/SHELL .357 TEXACO ð Þýska tímaritið „Spiegel" birtir þessa mynd til að sýna gróða alþjóðlegu olíuhringanna i miljónum dollara á þriðja ársfjórðungi áranna 1971, 1972 og 1973. sem mest hefur tafið þessháttar ráðstafanir er skorturinn á tæknimenntuðum mönnum, en Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd hafa reynst þeim hjálpleg í því efni. Olíuhringirnir hafa auðvitað reynt að „hefna þess í héraði, er hallaðist á Alþingi", — reynt að græða það á neytendum heima fyrir, sem þeir misstu í framleiðslulöndunum. Og gróði þeirra hefur vissulega vaxið þrátt fyrir verðhækkun framleiðslulandanna á olíu: Gróði „Esso" óx á fyrsta ársfjórðungi 1973 um 43%. Það samsvarar tveggja miljarða dollara gróða á ári. „Texaco" jók gróða sinn um 15% á sama tímabili — og komst þar með í ,,miljarðaklúbbinn", þ.e. hóp þeirra félaga, sem reikna gróða sinn í miljörðum. „Standard Oil of California" jók gróða sinn á sama tíma um 24%. — Auðhringarnir auka þannig gróða sinn, þótt framleiðslu- löndin rísi upp og heimti rétt sinn, — þeir velta verðhækkununum yfir á neytendur, meðan þeir ekki taka pólitískt í taumana með því að brjóta vald þessara auðjöfra á bak aftur. Ekki minkuðu olíuhringarnir gróða sinn, er „harðnaði á dalnum". A þriðja ársfjórð- ungi 1973 óx gróði Esso („Exxon") upp í 638 miljónir dollara úr 353 milj. á 3. ársfjórð- ungi 1972. Og bresku olíuhringarnir voru engir eftirbátar: hjá Shell óx gróðinn úr 111 milj. dollara upp í 414 milj. dollara, og hjá BP úr 35 upp í 135 milj. dollara á sama tíma. Gríðarlegust er gróðaaukningin hjá Shell — um hvorki meira né minna en 303 milj. dollara! Það, sem gerist í olíuframleiðslulöndunum, mætti kalla einskonar efnahagslega upp- reisn gegn heimsvaldastefnunni — imperíal- ismanum — og fer hún í kjölfar sjálfstæðis- byltinganna. Er þetta ekki ósvipað því er vér íslendingar hefjum baráttuna um þjóð- 213

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.