Réttur


Réttur - 01.10.1973, Page 35

Réttur - 01.10.1973, Page 35
Steinn Steinarr Þóroddur Guðmundsson Eyjólfur Árnason verða hluti í stað þess að hlusta á upplestur- inn. Valdsmönnum þótti við sýna litla eftir- tekt. Dómnum var aldrei framfylgt." „DÍÖNU“-SLAGURINN 19. SEPT. Þann 19. september kom þýzka skipið „Diana" til Reykjavíkur til að lesta fisk og hafði hakakrossfánann við hún. Hafnarverkamennirnir voru þá eins og nú einhver róttækasti hluti Dagsbrúnarverka- manna og höfðu fengið að kenna alvarlega á atvinnuleysinu í kreppunni. Kommúnista- flokkur Islands hafði góð sambönd við þá, oft voru fluttar ræður af okkar hálfu í Verka- mannaskýlinu gamla. Sérstök hafnarsella var starfandi í Kommúnistaflokknum og gaf stundum út fjölritað „Hafnarblað". Það var ákveðið af hálfu kommúnista að reyna að láta til skarar skríða gegn haka- krossinum á „Díönu" og stöðva vinnu svo lengi sem það merki væri uppi. Var nú hald- ið niður á bryggju um morguninn og nokkr- ir af forustumönnum flokksins flutm þar ræður til þess að sýna verkamönnum fram á áf hverju stöðva bæri skip þetta, meðan það hefði hakakrossfánann uppi. (Einhversstaðar er til mynd af Stefáni Péturssyni, þegar hann talar þá til mannfjöldans — og væri Rétti þökk í þeirri mynd, ef fyndist). Morgunblaðið 20. sept. segir svo frá um upphaf aðgerðanna þennan morgun: Klukkan 9 „komu kommúnistar á vettvang undir forustu Einars Olgeirssonar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.