Réttur


Réttur - 01.07.1977, Page 11

Réttur - 01.07.1977, Page 11
og það segir sig sjálft að hann hlýtur að vera talsvert fyrirferðamikill í flokks- starfinu. Ég held hins vegar að þingflokk- urinn hafi leitast við að samræma stefnu- mótun sína þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið í öðrum stofnunum flokks- ins. Það má segja þingflokknum til hróss, en hann er eini aðilinn innan flokksins sem hefur notið fjárstyrks af almannafé, að hann hefur notað þetta fé til að kosta framkvæmdastjóra flokksins, sem jafn- framt er starfsmaður þingflokksins. Ég held að jretta sýni að þingflokkurinn hef- ur viljað stuðla að samræmdu heildar- starfi á vegum flokksins en ekki að hann væri að bauka í sínu horni með einangr- aða sjálfstæða starfsemi. ABS: Mig langaði aðeins að drepa á tvennt: Ragnar talaði um það að fólk væri einfaldlega værukært oft á tíðum . . . RA : . . . og tímabundið . . . AB: .. . já, ]:>að er sjálfsagt satt að við erum ekki nógu dugleg en við höfum öll mjög mikið að gera og jrað gildir kannski fyrst og fremst um kvenfólkið, sem hefur alveg ofboðslegt vinnuálag í jressu ]þóð- félagi, og það er ein meginskýringin á því að við erum ekki komnar lengra en raun ber vitni um í þátttöku í almennum fé- lagsstörfum. Annríki okkar bitnar einnig á framkvæmdastjórninni. I starfi okkar eru þrír mjög mikilvægir aðilar: Þing- flokkurinn, verkalýðsmálaráðið og fram- kvæmdastjórnin. Megin vettvangur þing- manna er þingflokkurinn, megin vett- vangur þeirra sem starfa í verkalýðsmála- ráði er verkalýðshreyfingin og þessir að ilar eiga ósköp lítinn tíma afgangs til þess að sitja með öðru fólki í framkvæmda- stjórn og ræða þar upp á nýtt sömu málin sem þeir voru að ræða í sínum hóp. Þetta er eitt af vandamálunum og ég hef ekki Magnús Kjartansson lausnina en það er höfuðatriðið að gera sér grein fyrir hvernig á því stendur að starfslið í framkvæmdastjórn hefur ekki nægjanlegan forgang hjá öllum sem þar eiga seturétt. AÐ VIRKJA FJÖLDANN MK: Ég er sammála Öddu Báru um að t<)k okkar á framkvæmdastjórn flokks- ins hafa verið alltof veik. Við höfum á 155

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.