Réttur


Réttur - 01.07.1977, Side 28

Réttur - 01.07.1977, Side 28
vera kjarninn í framkvæmdum á íslandi framvegis sbr. yfirlýsingar um 20 ál- bræðslur frá Sjálfstæðisflokksmönnum. Við eigum alveg tvímælalaust að hag- nýta orkulindir okkar. Þær eru Itíu dýr- mætasta auðlind sem við eigum, en við verðum að gera það á þann hátt að við ráðum gersamlega yfir hagnýtingunni og megum ekki hleypa inn í landið fleiri er- lendum fyrirtækjum, en því miður er búið að gera. Efnahagslegt og stjórnar- farslegt sjálfstæði Islands er forsenda þess, að við getum náð þeim markmiðum af eigin rammleik sem við stefnum að. ABS: Baráttan gegn lierstiiðvunum er eitt af þessum sjálfsögðu stefnumálum sem ég talaði um í upphafi. Við höfum lagt okkur verulega fram og, eins og Magnús var að segja, höfum við náð þó nokkrum árangri. Þó höfum við ekki náð lokasigrinum, þar hefur alltaf skort herslumun. í báðum vinstri stjórnunum var það þannig að samstarfsflokkar okkar voru neyddir af almenningsáliti til að skrifa undir býsna mikið en áhrifamiklir menn í þeim flokkum leituðu alltaf lags að komast undan því að framkvæma það sem þeir höfðu þó lofað. Þetta tókst þeim því miður í báðum tilvikunum. Af þessu megum við læra, að áríðandi er að ná sterkri samstöðu inn í aðra stjórnmálaflokka, þannig að þeir sem Iiafa hag af ])ví að hafa herinn hér eða trúa á ágæti hans verði fyrir það miklum þrýstingi sinna flokksmanna, að þeir sjái sér ekki annað fært en gefa eftir. Þarna eru fyrst og fremst möguleikar innan Framsóknarflokks, nokkrir innan Al- þýðuflokks og alls ekki engir innan Sjálf- stæðisflokks. Samtök herstöðvarandstæð- inga hafa starfað án þess að vera á flokks- pólitískum grundvelli og þar þarf að safna saman öllum andstæðingum hers- ins. Þetta hefur gengið misjafnlega eins og við vitum og yfirleitt hefur þar verið yfirgnæfandi og áberandi fólk, sem ekki vill telja sig til hinna borgaralegu flokka. Okkur hefur ekki tekist að víkka sam tökin nægilega mikið nú í seinni tíð og það er veikleiki þeirra í dag. — Er von til pess að koma hernnm i burtu i samstarfi við þessa tvo flohka eftir reynslu úr tveimur vinstri stfórnuml LJ: Slík úrslit ráðast algerlega af al- menningsálitinu. Ef okkur tekst með mikilli vinnu að fá fjöldasamtök og fólk- ið almennt til þess að þrýsta nægilega á, þá gela þessir flokkar vafalaust eftir. Sé þessi þrýstingur ekki til staðar í nægilega ríkum mæli, munu þeir hlaupa frá sam- þykktum sínum, eins og við höfum reynslu af. Við verðum þess vegna að halda áfram baráttu okkar fyrir, að fólkið átti sig á því, að málið liggur í höndum þess. Því miður er allt of áberandi ann- að slagið, að fólk dofnar í baráttunni og telur þetta óviðráðanlegt verkefni. Með nægilega miklum bakþrýstingi er hægt að sveigja flokka eins og Alþýðu- flokkinn og sérstaklega Framsóknar- flokkinn. Slíkt verður hins vegar ekki gert eingöngu með að fá þá til að skrifa undir yfirlýsingar. MK: Það er staðreynd, að meirihluti þjóðarinnar þekkir ekki annað ástand en hersetið ísland. SÓSÍALÍSKT ÞJÓÐ- FÉLAG - HVENÆR? — Að síðustu: Hvaða liorfur teljið þið á, að við náum þeim umtalsverða árangri 172

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.