Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 31

Réttur - 01.07.1977, Síða 31
ERLENDURPATURSON: HIN VONDA SAMVISKA NORÐURLANDA Erindi um norræna samvinnu, flutt í útvarpið á Ólafsvöku 1977 Þegar við tölum um Norðurlönd og um norræna samvinnu, verðum við fyrst að gera okkur grein fyrir, um livað verið sé að ræða. Og ef við trúum á þessa hugsjón, nefni- lega að þessi lönd hér í norðri og fólkið, sem hér býr, eigi eitthvað sameiginlegt, sem er þess virði, að eitthvað sé fyrir það gert — þá verðum við líka að breyta sam- kvæmt því og leggja eittlivað í sölurnar. Samábyrgð sem byggist á gagnkvæmri viðurkenningu og virðingu finnst mér vera réttu orðin í þessu sambandi. Hvernig er þá umhorfs? Norðurlandabúar eru 22 miljónir að tölu. I þessum hóp eru 7 þjóðir, taldar frá vestri til austurs: Grænlendingar, ís- lendingar, Færeyingar, Norðmenn, Dan- ir, Svíar og Finnar. Og eru þá Samar ótaldir, en þeir liafa algera sérstöðu. Grænland er stærst að flatarmáli, rúm- lega 2 milj. ferkílómetra. Þar á eftir kem ur Svíþjóð með 400.000 ferkílómetra, svo koll af kolli. Færeyjar reka lestina með 1.400 ferkílómetra. Mannfjöldinn í Svíþjóð er 8 miljónir. Færeyingar eru 40 þús. að tölu. Frá syðsta hluta Danmerkur til nyrsta hluta Grænlands og Svalbarða er 4.000 km leið, en frá Vestur-Grænlandi til Austur-Finnlands 3.000 km. Löndin fjögur, Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk, eru öll í einum hnapp og föst við meginland Evrópu. 175

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.