Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 42

Réttur - 01.07.1977, Síða 42
hana, til að kæfa Parísarkommúnuna, byltingu franska verkalýðsins, í blóði. Þýska herstjórnin bauðst til þess eftir sigur bolshevikka í Moskvu, að stöðva allar hernaðaraðgerðir og fara í sameig- inlega herferð með Bandamönnum til að þurrka út bolshevikkastjórniua í Rúss- landi. Foch, aðalhershöfðingi Frakka, var þessu meðmæltur. En Wilson, Banda- ríkjaforseti, þverneitaði. — Bandamenn héldu þeir gætu komið bolshevismanum fyrir kattarnef einir, — og vildu ekki sleppa tækifærinu til að korna Þýskalandi keisarans á kné. — Það skorti hinsvegar ekki samábyrgðartilfinningu frönsku yf- irstéttarinnar með þeirri þýsku, er hún óttaðist að róttæk verkalýðsbylting yrði í Þýskalandi: Clemenceau „franska tígris- dýrið“, lét þýska herinn fá að halda 50.000 vélbyssum í desember 1918, —sem ella átti að eyðileggja — svo kratastjórnin gæti skotið niður Spartakistana í Berlín og byltingarmennina í Bæjaralandi. — Það skorti ekki samhjálp alþjóðlega auð- valdsins, til þess að berja niður verklýðs- hreyfinguna, þar sem hún þá náði tök um: Þýskir hermenn hjálpuðu finnsku hvítliðunum við að brjóta finsku rauðu stjórnina á bak aftur og auðvaldsherir þriggja þjóða kæfðu ungversku verklýðs- völdin í blóði.1 En í Rússlandi brást auðvaldinu boga- listin. I En ef ekki — En ef verkalýðsbyltingin í nóvember 1917 hefði ekki orðið? Ef Lenín hefði verið drepinn í júlí 1917, — máske íleiri foringjum (Trotskí, Sverdlof o. s. frv.) komið fyrir kattarnef, — hefði ekki jafn- vel hið fyrstnefnda nægt til þess að hindra að hið einstaka sögulega tækifæri 6.-7. nóvember 1917 hefði verið notað?- Og hvað hefði þá gerst? Hver hefði orðið þróunin? Hefði hið morkna rússneska keisara- ríki leyst upp í marga hluta: Korniloff máske komið á herforingjaeinræði í Pét- ursborg og eiuhverjum hluta landsins, — livítliðastjórn tekið völd til frambúðar í Úkraínu (eins og varð um tíma) — smá- ríki (olíunnar) í Kákasus hlotið lepp- stjórnir með ýmsum blæbrigðum, en er- lendu auðvaldi, máske fyrst og fremst ensku, að bakhjalli, — Japan og Banda- ríkin bitist um auðliudir Síberíu eða skipt þeim á milli sín, — en uppreisnir bænda og verkamanna hvarvetna verið kæfðar í blóði að fornum yfirstétta sið? (Þess má minnast að 1919—1920 hélt bolshevikkastjórnin aðeins litlum hluta hius forna rússaveldis: Pétursborg, Moskvu og mjórri rönd landsvæðis til Astrakan). Ef heimskreppa auðvaldsins 1930 hefði svo m. a. skapað grundvöll nasistastjórn- ar í sigruðu og niðurlægðu Þýskalandi, þá hefði víst ekki staðið á þeim herrum enska og franska auðvaldsins Chamber- lain, Deladier og Co., sem ofurseldu Hitler jafnt Austurríki, Tékkóslóvakíu sem Spán — og raunverulega Pólland líka, — að vísa Hitler leiðina til korn- forðabúrs Úkraínu og olíulinda Káka- sus, ef hann bara léti þá í friði. Og ensk- hollenskur Shell-hringur Sir Henry Deterdings, hefði vafalaust kunnað jafn- vel við sig í stór-þýska ríkinu, er næði þá að Kaspíahafi, eins og hinn ensk-hol- lenski auðhringur Unilever (Schicht- hringurinn á þýsku!) undi svo vel nas- istastjórn Hitlers, að hann reisti jafnvel fyrir hana og sig hraðfrystihús í hertekn- 186

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.