Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 42

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 42
hana, til að kæfa Parísarkommúnuna, byltingu franska verkalýðsins, í blóði. Þýska herstjórnin bauðst til þess eftir sigur bolshevikka í Moskvu, að stöðva allar hernaðaraðgerðir og fara í sameig- inlega herferð með Bandamönnum til að þurrka út bolshevikkastjórniua í Rúss- landi. Foch, aðalhershöfðingi Frakka, var þessu meðmæltur. En Wilson, Banda- ríkjaforseti, þverneitaði. — Bandamenn héldu þeir gætu komið bolshevismanum fyrir kattarnef einir, — og vildu ekki sleppa tækifærinu til að korna Þýskalandi keisarans á kné. — Það skorti hinsvegar ekki samábyrgðartilfinningu frönsku yf- irstéttarinnar með þeirri þýsku, er hún óttaðist að róttæk verkalýðsbylting yrði í Þýskalandi: Clemenceau „franska tígris- dýrið“, lét þýska herinn fá að halda 50.000 vélbyssum í desember 1918, —sem ella átti að eyðileggja — svo kratastjórnin gæti skotið niður Spartakistana í Berlín og byltingarmennina í Bæjaralandi. — Það skorti ekki samhjálp alþjóðlega auð- valdsins, til þess að berja niður verklýðs- hreyfinguna, þar sem hún þá náði tök um: Þýskir hermenn hjálpuðu finnsku hvítliðunum við að brjóta finsku rauðu stjórnina á bak aftur og auðvaldsherir þriggja þjóða kæfðu ungversku verklýðs- völdin í blóði.1 En í Rússlandi brást auðvaldinu boga- listin. I En ef ekki — En ef verkalýðsbyltingin í nóvember 1917 hefði ekki orðið? Ef Lenín hefði verið drepinn í júlí 1917, — máske íleiri foringjum (Trotskí, Sverdlof o. s. frv.) komið fyrir kattarnef, — hefði ekki jafn- vel hið fyrstnefnda nægt til þess að hindra að hið einstaka sögulega tækifæri 6.-7. nóvember 1917 hefði verið notað?- Og hvað hefði þá gerst? Hver hefði orðið þróunin? Hefði hið morkna rússneska keisara- ríki leyst upp í marga hluta: Korniloff máske komið á herforingjaeinræði í Pét- ursborg og eiuhverjum hluta landsins, — livítliðastjórn tekið völd til frambúðar í Úkraínu (eins og varð um tíma) — smá- ríki (olíunnar) í Kákasus hlotið lepp- stjórnir með ýmsum blæbrigðum, en er- lendu auðvaldi, máske fyrst og fremst ensku, að bakhjalli, — Japan og Banda- ríkin bitist um auðliudir Síberíu eða skipt þeim á milli sín, — en uppreisnir bænda og verkamanna hvarvetna verið kæfðar í blóði að fornum yfirstétta sið? (Þess má minnast að 1919—1920 hélt bolshevikkastjórnin aðeins litlum hluta hius forna rússaveldis: Pétursborg, Moskvu og mjórri rönd landsvæðis til Astrakan). Ef heimskreppa auðvaldsins 1930 hefði svo m. a. skapað grundvöll nasistastjórn- ar í sigruðu og niðurlægðu Þýskalandi, þá hefði víst ekki staðið á þeim herrum enska og franska auðvaldsins Chamber- lain, Deladier og Co., sem ofurseldu Hitler jafnt Austurríki, Tékkóslóvakíu sem Spán — og raunverulega Pólland líka, — að vísa Hitler leiðina til korn- forðabúrs Úkraínu og olíulinda Káka- sus, ef hann bara léti þá í friði. Og ensk- hollenskur Shell-hringur Sir Henry Deterdings, hefði vafalaust kunnað jafn- vel við sig í stór-þýska ríkinu, er næði þá að Kaspíahafi, eins og hinn ensk-hol- lenski auðhringur Unilever (Schicht- hringurinn á þýsku!) undi svo vel nas- istastjórn Hitlers, að hann reisti jafnvel fyrir hana og sig hraðfrystihús í hertekn- 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.