Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 44

Réttur - 01.07.1977, Síða 44
um Noregi í miðju stríði Hitlers við Holland og England. Uppreisnir verkamanna og bænda í Asíu hefðu verið barðar niður með hörku: Shanghai-blóðbaðið 1927 fyrir- myndin. Máske hefði hálf-kommúnist- iskum „boxara“-uppreisnum kínverskra bænda tekist að skapa um tíma „bænda- kommúnur" sumstaðar, uns stórveldi anðsins hefðu verið búin að koma sér saman um hvernig þær yrðu barðar niður og hvernig Kína yrði skipt. I’jóðfrelsisbyltingar í Afríku hefðu heldur vart orðið sigursælar, — menn mega enn muna að England, Frakkland og ísrael urðu 1956 að hætta árásarstyrj- öldinni á Egyptaland vegna hótana Sov- étríkjanna, — og að eftir 1960 hófst síðan upplausn nýlenduveldisins í Afríku fyrir alvöru. Máske hefðu, ef veraldarsagan hefði gengið svona, fyrst og fremst verið ]orjú risaveldi auðvaldsins í dag: Bandaríkin, drottinvald stóriðju og heimshringa, nasistiskt Þýskaland, máske frá Ermar- sundi til Kaspíahafs, búandi sig undir ný stökk, og Japan hernaðareinveldið, er teygði klær sínar jafnt vestur í Síberíu sem suður með öllum Asíuströndum og -eyjum, allt að Ástralíu. — Og líklega öll með atomsprengjur auk annarra „full- kominna" drápstækja, sem m. a. gerðu aljjýðuuppreisnir næsta vonlausar, eu friðsamleg valdataka alþýðu hinsvegar útilokuð í hinum fasistisku löndum. (Það þurfti heimsstyrjöld til að steypa Hitler, og Franco-fasisminn drottnaði í 40 ár og fellur nú aðeins vegna ósigra hans ann- arsstaðar). Látum svo staðar numið hvað hrakspár heimsþróunarinnar snertir. Bylting alþýðunnar í Rússlandi í nóv- ember 1917 kom í veg fyrir að þessi eða þvíumlík yrði þróunin og skóp þarmeð öllu ferli mannkynssögunnar nýjan far- veg. Það var ekkert þjóðfélagslögmál að al- Jjýðubyltingin skyldi sigra í Rússlandi í nóvember 1917. „Myllur drottins mala hægt“, segir þýskt máltæki. Það má segja að það sé lélagslegt lögmál þróunar í auð- valdsríki að alþýðan sigri auðvaldið — eða báðar stéttir líði undir lok. En hvencer þetta gerist: það getur oltið á ára- tugum, öld eða jafnvel öldum, — allt eftir ]wí hve þroskaður sá verkalýður er, sem framkvæma skal hlutverk þróunarinnar, hve góða, sterka og forsjála forustu hann hefur ,er kann m. a. að grípa tækifærið til umskiptanna, jafnvel valdatökunnar, á þeim tíma, er það gefst — og sá tími er stundum ægilega stuttur. Það var þetta undur, sem gerðist í Rússlandi 6.—7. nóvember 1917: tæki- færi, sem ef til vill gafst aðeins nokkrar vikur — eða daga — var gripið af ein- hverjum mesta stjórnmálasnillingi sög- unnar, er knúði vel skipulagðan flokk sinn til atlögunnar á eina augnablikinu, er sigurvissan gafst, og hafði þegar meirihluta verkalýðsins að baki sér til stórvirkisins. Þannig varð rás veraldarsögunnar breytt, fyrst það tókst síðan með álíka dirfsku í stjórnsnilli (Brest-Litovsk o. I'l.) að varðveita og styrkja það vald, er vanst. Alþýðubylting sósíaiismans í Rúss- landi varð hinn voldugi hvati róttækra verkalýðs- og þjóðfrelsis-hreyfinga og -byltinga um gervallan heim. Okkur só- síalistum, sem nú lifum, og höfum upp- lifað sigur Sovétríkjanna á nasismanum, sigur byltingarinnar í Kína og Kúbu, myndun alþýðulýðvelda í Evrópu, Asíu 188

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.