Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 44

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 44
um Noregi í miðju stríði Hitlers við Holland og England. Uppreisnir verkamanna og bænda í Asíu hefðu verið barðar niður með hörku: Shanghai-blóðbaðið 1927 fyrir- myndin. Máske hefði hálf-kommúnist- iskum „boxara“-uppreisnum kínverskra bænda tekist að skapa um tíma „bænda- kommúnur" sumstaðar, uns stórveldi anðsins hefðu verið búin að koma sér saman um hvernig þær yrðu barðar niður og hvernig Kína yrði skipt. I’jóðfrelsisbyltingar í Afríku hefðu heldur vart orðið sigursælar, — menn mega enn muna að England, Frakkland og ísrael urðu 1956 að hætta árásarstyrj- öldinni á Egyptaland vegna hótana Sov- étríkjanna, — og að eftir 1960 hófst síðan upplausn nýlenduveldisins í Afríku fyrir alvöru. Máske hefðu, ef veraldarsagan hefði gengið svona, fyrst og fremst verið ]orjú risaveldi auðvaldsins í dag: Bandaríkin, drottinvald stóriðju og heimshringa, nasistiskt Þýskaland, máske frá Ermar- sundi til Kaspíahafs, búandi sig undir ný stökk, og Japan hernaðareinveldið, er teygði klær sínar jafnt vestur í Síberíu sem suður með öllum Asíuströndum og -eyjum, allt að Ástralíu. — Og líklega öll með atomsprengjur auk annarra „full- kominna" drápstækja, sem m. a. gerðu aljjýðuuppreisnir næsta vonlausar, eu friðsamleg valdataka alþýðu hinsvegar útilokuð í hinum fasistisku löndum. (Það þurfti heimsstyrjöld til að steypa Hitler, og Franco-fasisminn drottnaði í 40 ár og fellur nú aðeins vegna ósigra hans ann- arsstaðar). Látum svo staðar numið hvað hrakspár heimsþróunarinnar snertir. Bylting alþýðunnar í Rússlandi í nóv- ember 1917 kom í veg fyrir að þessi eða þvíumlík yrði þróunin og skóp þarmeð öllu ferli mannkynssögunnar nýjan far- veg. Það var ekkert þjóðfélagslögmál að al- Jjýðubyltingin skyldi sigra í Rússlandi í nóvember 1917. „Myllur drottins mala hægt“, segir þýskt máltæki. Það má segja að það sé lélagslegt lögmál þróunar í auð- valdsríki að alþýðan sigri auðvaldið — eða báðar stéttir líði undir lok. En hvencer þetta gerist: það getur oltið á ára- tugum, öld eða jafnvel öldum, — allt eftir ]wí hve þroskaður sá verkalýður er, sem framkvæma skal hlutverk þróunarinnar, hve góða, sterka og forsjála forustu hann hefur ,er kann m. a. að grípa tækifærið til umskiptanna, jafnvel valdatökunnar, á þeim tíma, er það gefst — og sá tími er stundum ægilega stuttur. Það var þetta undur, sem gerðist í Rússlandi 6.—7. nóvember 1917: tæki- færi, sem ef til vill gafst aðeins nokkrar vikur — eða daga — var gripið af ein- hverjum mesta stjórnmálasnillingi sög- unnar, er knúði vel skipulagðan flokk sinn til atlögunnar á eina augnablikinu, er sigurvissan gafst, og hafði þegar meirihluta verkalýðsins að baki sér til stórvirkisins. Þannig varð rás veraldarsögunnar breytt, fyrst það tókst síðan með álíka dirfsku í stjórnsnilli (Brest-Litovsk o. I'l.) að varðveita og styrkja það vald, er vanst. Alþýðubylting sósíaiismans í Rúss- landi varð hinn voldugi hvati róttækra verkalýðs- og þjóðfrelsis-hreyfinga og -byltinga um gervallan heim. Okkur só- síalistum, sem nú lifum, og höfum upp- lifað sigur Sovétríkjanna á nasismanum, sigur byltingarinnar í Kína og Kúbu, myndun alþýðulýðvelda í Evrópu, Asíu 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.