Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 52

Réttur - 01.07.1977, Síða 52
I Við Þorsteinn hittumst allt of sjaldan. En í vor hitti ég hann í hinum fagra garði frænda hans við Nýbýlaveginn. Eft- ir þann fund vissi ég að hann átti ekki langt eftir. 8. þ. m. hafði ég ákveðið að heimsækja liann daginn eftir og vissi vel, að það gat orðið síðasta kveðjustundin. En næsta morgun sá ég fréttina um lát lians í Þjóðviljanum. Þessi kveðja er því lieldur síðbúin. En mér finnst ég þurfa að koma henni til skila, þótt ég viti þess engan kost. Mér finnst eins og ég hafi misst náinn ástvin. Og þó er sá missir af öðrum toga. Það er ástvinarmissir, sem ég á sameigin- legan með fjölmörgum íslendingum ó- skyldum bæði mér og honum, sem hafa kynnst honum af kvæðum hans og sumir persónulega. Heimurinn er orðinn annar við fráfall hans, kaldari, grárri og dapur- legri. Við söknum hans eins og fíflanna og séileyjanna í túninu á síðsumrum, eins og vetrarblénnsins og blágresisins, eins og ilms mjaðarjurtarinnar og siings lóunnar, sem hausthretin svi])ta okkur. Eftir er þó bragðið af holtasægjunum, sætukoppun- um og moldarberjunum, sem „aldrei hverfur úr munni mér“, þar sem „bland- ast allavega smalaunaður, smalaþrár, smaladraumar, smalabeiskja og smalatár" „allslausa drengsins, sem á ekkert minna en allan heim“. í ljóðum Þorsteins Valdimarssonar fékk landið mál. Enginn hefur talað tungu þess jafnhreina og af jafnmikilli alúð, ástúð og íþrótt síðan Jónas Hall- grímsson leið. Það var eins og landið sjálft talaði til okkar með tungu ljéiflings síns, eins og vættir þess í björgum, hólum og blómum ræddu við okkur. Sú björk, Þorsteinn Valdimarsson sem hann skar úr fiðlu sína, „hafði tvenna rót, og stendur önnur með áll- um“, eins og hann segir um Ingimund vin sinn í ágætu kvæði. Þegar Þorsteinn mótmælti erlendu hernámi, þá hafði jrað annan og dýpri hljóm en rödd einstak- lings eða félagssamtaka. Það var rödd ís- lands. Minningarnar um samfylgd Þorsteins um óbyggðir Islands getur enginn tekið frá mér. I tveimur þessara ferða bar það fyrir augu okkar, er varð tilelni 1 jóða, sem ég tel að ekki megi glatast í íslensk- um bókmenntum. Bæði eru þau skrifuð á titilblað ljóðabóka hans, sem hann færði mér að gjöf. Önnur þessara ferða 196

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.