Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 55

Réttur - 01.07.1977, Síða 55
birtist í limrunum, en sérkenni þeirra er það að hann sá oftast viðfangsefnin af allt öðrum sjónarhóli en venjulegt fólk. Við hin löngu kynni af kvæðum hans hef ég búið mér til þá skýringu að hann hafi fyrst og fremst verið tónskáld sem notaði orð en ekki tóna til jjess að koma tilfinn- ingum sínum og skoðunum á framfæri. Þessi einkennilega kenning hefur að minnsta kosti auðveldað mér að átta mig á sumum torræðustu kvæðum hans sem jafnframt Iiafa vaxið í huga mínum. Kenningar náttúruvísindanna herma að Þorsteinn Valdimarsson sé horfinn og að ég muni aldrei Iiitta hann framar. Þessar kenningar eru rangar. Þorsteinn á varanlegan sess í hugskoti mínu og mun halda áfram að gleðja mig meðan öndin blaktir í brjóstinu. Magnús Kjartansson. III „Svo fagrir vora peir tónar og fyltir með þrd.“ Þegar mér varð hugsað til Þorsteins, vinar míns, Valdimarssonar, sem nú er dáinn, heyrði ég fyrir mér tóna úr söng- lagi eftir Chopin. Það kom til af því, að Þorsteinn þýddi eitt sinn að minni beiðni I jóð við nokkur af sönglögum Chopins, er sungin voru hér í Reykjavík á 100. ár- tíð tónskáldsins fyrir um það bil þrjátíu árurn. Þorsteini tókst svo vel upp með þessi pólsku ljóð, að enginn þýðandi Ijóð- anna annar, er ég þekki til, hefur náð öðru eins samræmi við sönglögin og hann. Þetta lag, sem ég áðan nefndi, varð mér enn fegurra fyrir jrann innileik, sem Þorsteinn lagði í ljóðið. Það var svo sem engin furða, þótt Þor- steini tækist öðrum skáldum betur að samræma ljóð og lag hvort öðru. Hann var sjálfur tónlistarmaður að upplagi og einnig að mennt, hafði ungur leikið á harmóníum og nam síðar píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík, síhrifinn nemandi. Hann átti góðan og gamlan flygil úr konunglegri og keisaralegri verksmiðju Bösendorfers í Vínarborg, sem hann hafði miklar mætur á og hand- lék á einverustundum sér til hugarhægð- ar. Og hann lék á fleira en flygilinn sinn. Hann gat raunar látið ,,sinfón“ og „brekkulúður", „lýrustokk" og „situr- spil“ hljóma ef svo bar undir. Það er lif- andi músík í ljóðum hans, jrau óma — eins og hann sjálfur komst að orði — ,,í einum hljómi allra radda þrár“, jrau hafa tónahreim og -hryn, og jrað „hindarspil", sem hjalaði í gígju skáldsins, skírskotaði til enn æðri tóna: hann sveif sem skáld um svo hreina og sólbjarta veröld, að jafnvel treginn kom fram í angurmildu brosi. Þorsteinn átti eitthvað skylt við Schubert. Hann Jrurfti ekki að bera grímu, hann var jrað, sem hann vildi vera, kærleiksríkur maður og sannur í sér, og hann lifði í samræmi við jrað, — einnig sem skáld. Þorsteinn þýddi iðulega texta fyrir okkur í útvarpinu á minni tíð þar, með- al annars ljóðin við „Matteusarpassíu“ Bachs, og hann jrýddi „Söguna af dátan- um:: við tóna Stravinskýs, „Lindbergh- flugið“ Brechts, „Hans og Grétu“ Hum- perdincks og ótalmargt annað sem ekki týr að nefna, ævinlega af hnitmiðaðri ná- kvæmni og tillitssemi við tónlistina. Hið síðasta, sem ég fékk frá hans hendi, var j^ýðing á ljóði eftir Nietzsche, „Feneyj- ar“, sem ég hafði fyrir nokkru beðið hann um. Hann færði mér þýðinguna í hléi á 199

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.