Réttur


Réttur - 01.07.1977, Page 58

Réttur - 01.07.1977, Page 58
Yfirdrottnunartilhneiging Reykjavík- urauðvaldsins kemur fyrst og fremst fram í því að Vinnuveitendasarnband íslands reynir að liafa öll fyrirtæki dreifbýlisins innan sinna vébanda og geta þannig í vinnudeilum knúð þau til að stöðva rekstur sinn. Oft eru verkföll í vissum dreifbýlisbæjum einskonar verkfall gegn sjálfum sér og verkbann oft einskonar til- ræði bæjarfélags við bæjarbúa. Öll atvinnufyrirtœki dreifbýlisins œttu að hafa sín eigin sjálfslæðu samtök og alls ekki lúta Reykjavíkurvaldi Vinnu- veitendasambandsins. — Sameiginlegir hagsmunir verkafólks í dreifbýlinu og þessara — meira eða minna opinberu fyrirtækja — eru slíkir að miklu auðveld- ara er að ná samkomulagi um kaupgjald þar, en við Vinnuveitendasamband ís- lands. Og það myndi gera slíka samninga enn auðveldari, að verkafólk fengi fulltrúa í stjórn fyrirtækjanna og gæti jiannig alveg fylgst með rekstri þeirra. IJað er vitanlegt, að j)að ábyrgðarlausa braskaravald, sem nú ræður ríkjum á ís- landi, stefnir að jiví að auka það, sem það kallar „einkarekstur", — sem felst raunverulega í jiví að ríki og ríkisbankar séu látnir setja fæturna undir ýmsa smá- braskara, sem síðan reyna að gera sig að herrum, jafnvel harðstjórum, á jreim stöðum út um land, Jrar sem fólkið hefur alla aðstöðu til þess að efla sitt sjálfs- bjargarjyjóðfélag og láta ekki ábyrgðar- lausa braskara komast þar til valda. Þetta þurfa bæði samtök alls launa- fólks og þeir flokkar, er því fylgja, að at- huga vel og þróa og jrroska það samstarf og sjálfstæði almennings, sem í slíku sjálfsbjargarjrjóðfélagi væri eðlilegast. En hvað með Reykjavíkursvæðið (Reykjavík og Reykjanes)? Þar er samankomið allt há-auðvald landsins, einkaatvinnurekstur kapítalista í náinni samvinnu við verslunarauðvald- ið, — afturhaldssamasta hluta íslenskrar burgeisastéttar, sem lengst af hefur ráðið ferðinni (undantekningin er nýsköpunar- tímabilið 1944—’47, þegar verkalýður og útgerðarvaldið lagði sameiginlega grund- völl að lífskjarabyltingunni á fslandi við fullan fjandskap verslunarauðvalds- ins). Og nú er þessi hættulega samsteypa afturhaldsins, — undir kjörorðinu um „frjálst framtak og frjálsa verslun“, — að svipta jrjóðina elnaliagslegu sjálfstæði með erlendri skuldasöfnun. En Reykjavíkurauðvaldið er um leið viðkvæmasti — og jrar af leiðandi veikasti — aðilinn í beinni stéttabaráttu við verkalýðinn. Lokun Reykjavíkurhafnar, stöðvun bensínsölunnar o. s. frv. hefur alltaf sýnt sig að vera Jrau beittu vopn reykvísks verkalýðs, sem tryggðu sigur allrar alþýðu í sjálfri launabaráttunni. Af jæssu hefur Reykjavíkurauðvaldið lært. Það stendur ekki lengur í sex vikna stríði eins og 1955, jiað reynir ekki leng- ur gerðardómslög eins og 1942. Það lætur bara flokka sína fella gengið á Aljringi eða í ríkisstjórn sinni: beitir m. ö. o. á- byrgðarlausari vopnum í stéttabaráttunni en nokkur ljorgaraleg ríkisstjórn í Evr- ópu annars gerir af slíku tilefni. Með Jressum aðferðum flytur Reykja- víkurauðvaldið stéttabaráttuna algerlega útaf „faglega" sviðinu og inn á hið póli- tíska svið. Og það verður allur verkalýður og allt starfsfólk að gera líka, ef sigra skal, en standa ekki í 30 ára hjaðningavígum sem hingað til. Á Reykjavíkursvæðinu er 62% alls verkalýðs í Alþýðusambandinu (29.000 202

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.