Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 2
að halda að njósnastöð hervaldsins hér sé eitthvert virki til varnar, það
er einmitt aðeins skotspónn, — lífshættulegur, ef til ýtrustu alvöru kæmi.
Það ætti aldrei að líða úr huga neins íslendings eitt augnablik, að meðan
ástand heimsmála er svo eldfimt sem t.d. nú, að njósnahreiðrið á Keflavík-
urvelli kallar yfir þjóð vora hættu á útþurrkun. Þessi herstöð var neydd
upp á okkur með sviknum loforðum og blekkingum — og eina von þjóðar-
innar til að lifa af, ef til stórveldastríðs kæmi, er að hafa hér enga herstöð.
Og tíminn til að vinna að slíku er meðan friður helst. Ef stríð er byrjað er
það of seint.
Við höfum nú þolað hernám brátt í 40 ár. En nú bætist annar voði við.
Kreppa færist yfir Vestur-Evrópu og Bandaríkin, atvinnuleysi og versn-
andi lífskjör eru að verða hlutskipti alþýðu um allan auðvaldsheiminn.
— Það þýðir minnkandi markaði og lækkandi verð fyrir útflutning okkar.
Það er hægt að tryggja fulla atvinnu á íslandi, þótt kreppa sé í auðvalds-
löndunum, ef skynsamleg viðskiptapólitík er látin ráða. Það er hægt að
stórauka íslenskan iðnað til útflutnings, m.a. með því að stórauka sölu
til sósíalistisku landanna, en markaðurinn þar hefur verið langt frá full-
nýttur undanfarið. Árið 1958 fór 30% af útflutningi íslands til þeirra landa.
Það á að vera hægt að vinna þá markaði á ný og jafnvel auka.
Vissulega er slík verslun eitur í beinum Bandaríkjaauðvaldsins. Það vill
hafa ísland í klóm sér viðskiptalega, til þess að geta í senn þröngvað upp
á okkur erlendum auðhringum, er gleypi orku fossa vorra fyrir lítið, — og
drottnað yfir okkur pólitískt. — Því eru viðskiptin við sósíalistisku lönd-
in um leið efnahagslegur bakhjarl í sjálfstæðisbaráttunni við ameríska auð-
og hervaldið.
En kreppa og harðnandi átök um markaði krefjast miklu betra skipu-
lags á fjárfestingu og framleiðslu þjóðarinnar: heildarstjórn á þjóðar-
búskapnum, áætlunarráð yfir fjárfestingunni með hag þjóðarheildar fyrir
augum, eru orðin óhjákvæmileg, til að tryggja fulla atvinnu, — og niður-
skurður á braskarabákninu til að hindra kauplækkanir hjá almenningi.
Verði mynduð ríkisstjórn Alþýðubandalags, Framsóknar og nokkurra
Sjálfstæðismanna undir forustu Gunnars Thoroddsens, verða örlög hennar
og máske þjóðarinnar, undir því komin hvort hún hefur reisn og stórhug
til að brjóta nýjar brautir í viðskiptamálum íslendinga, framkvæma svo
stórfellda nýsköpun í íslenskum iðnaði að full atvinna verði tryggð, leggja
sitt fram til friðar og slökunar á spennu í Evrópu og framkvæma umskipu-
lagningu af viti og framsýni í íslenskum þjóðarbúskap.
7. febr. 1980.