Réttur


Réttur - 01.10.1979, Side 6

Réttur - 01.10.1979, Side 6
stjórn d fjárfestingu og framleiðslu landsmanna með pjóðarhag (en ekki hreppapólitík) fyrir augum — í samráði við ríkisstjórn og Alþingi — verður að taka við og koma viti í f járfestingu á ís- landi, svo við séum ekki með hæsta fjár- festingarhlutfall í Evrópu, en oft minnst- an raunverulegan liagvöxt vegna þess hve skipulagningin er vitlaus. Og bankapóli- tíkin verður að vera í samræmi við jnessar þarfir þjóðarheildarinnar, þannig að t.d. Seðlabankastjórnin geti ekki eins og 1967 glapið ríkisstjómir til að kasta auðlind- um þjóðarinnar í erlenda auðhringa, svo sem gert var er álhringnum var selt raf- magn undir kostnaðarverði um áratugi í krafti þeirrar blekkingar að kjarnorkan væri að útrýma vatnsaflinu sem aflgjafa, — Þannig mætti lengi tíunda afglöp þeirra valdhafa, er nú vilja láta alþýðu borga fyrir mistök og misgerðir sínar. Slík stjórn, sem hér er hugsuð, yrði um leið að leggja höfuðáherslu á stóreflingu íslensks iðnaðar - og Jrað með slíku skipu- lagi á honum og forsjálni um úrvinnslu hráefna og útvegun markaða, að hann yrði Jrjóðinni lyftistöng en ekki byrði — eins og innflutningsverslunin og hluti landbúnaðarins nú er vegna óforsjálni og skipulagsleysis. En hvaða möguleiki væri á að koma slíkri stjóm á, — ríkisstjórn, sem í senn yrði umsköpunar- og „nýsköpunar- stjórn"? Og það þótt verkalýðssamtök og — starfsfólks þrýsti á af öllum krafti? Það myndi kosta uppreisn allra heil- brigðra afla, sem til eru í gömlu ,,þjóð- stjórnarflokkunum“ þreinur. Til eru þau öfl í Framsóknarflokknum, fyrst og fremst utan þings, en líklega líka innan, sem gætu hugsað sér gerbreytingu á stefnu flokksins í átt til endurvakningar gamalla hugsjóna, svo sem samvinnu- stefnunnar, — og viljað gera SÍS að bar- áttuvopni aljrýðu gegu dýrtíð og verð- bólgu, en láta Jrað hætta að sökkva æ dýpra í fen hernámsgróða, olíubrasks o. s. frv. (Vert er að muna það að tæpur helmingur Júngflokks Eramsóknar undir forustu Hermanns Jónassonar, mun hafa verið með því að taka þátt í nýsköpunar- stjórninni 1944, en lotið í lægra haldi fyrir því „Sambandsliði", sem krafðist kauplækkunar og treysti á loforð Stefáns Jóhanns að hindra myndun stjómarinn- ar, ef Framsókn skærist úr leik.) Til raunu vera þau öfl innan Sjálf- stæðisflokksins, — þó liann njóti nú ekki lengur forustuhæfileika Ólafs Tliors, — sem myndu gráta þurrum tárum, þótt braskaraveldið í Reykjavík yrði látið borga og eitthvað verulega skorið niður af bákninu líka. En reynast slík öfl innan þessara tveggja flokka nógu sterk til Jiess, — hvort sem þau væru þar í meiri- eða minnihluta — að mynda slíka stórhuga stjórn með Alþýðubandalaginu? Ef Jrau yrðu Jrað myndi Aljrýðuflokkurinn dragnast með að lokum, — þótt ekki muni vanta of- stækið í að berjast á móti (— Jiað vantaði heldur ekki lijá ritstjóra Alj:>ýðublaðsins 1944) og flokkurinn eigi lieldur ekki slíkum þingmönnum á að skipa sem jjá. En það fylgi, sem flokkurinn á enn með- al launafólks, mun reka hann inn í slíka stjórn, er ljóst væri að hægt væri að skapa liana. Annað væri sjálfsmorð flokksins. En ef þetta ekki tekst, ef vonir um stórhuga, róttæka umbótastjórn reynist aðeins tálvonin og „skýjaborgir" eins og 206

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.