Réttur


Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 9

Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 9
þessara fornu heimsdrottna (— eins og t.d. Englands, sem í upphafi aldar réð fjórðungi lieims) rís upp gegn auðmanna- stétt lands síns og bindur enda á arðrán hennar, óstjórn og vald. Það verður smáharðnandi kreppa í auðvaldsheiminum með „blotum“ á milli lit þessa öld. Auðvaldið í hverju landi reynir að leysa kreppu sína á kostnað verkalýðs heima fyrir — eins og „járn- frúin“ breska nú reynir og „íhaldið okk- ar“ ætlaði sér með „leiftursókninni"! Aðeins skipulagður áætlunarbúskapur með liag alþýðu fyrir augum getur leyst af hólmi kreppu þá, sem braskþjóðfélag auðdrottna veldur. Og samtímis verður alþýða allra landa að standa á verði gegn því að auðdrottnarnir, sem hafa vopna- framleiðslu að arðsömustu atvinnugrein, þurrki út mannkynið á jörðinni með vít- isvélum sínum. Þorsteinn Erlingsson var svo bjartsýnn um síðustu aldamót, er fjórar aldir voru liðnar frá fundi Kolumbusar á Ameríku ^ð kveða þetta: „Því enginn má vita, hvað orðið er þá af auðsins og guðanna friði, er hnndraðið fimmta er sigið í sjá og sól j^ess er runnin að viði.“ Isaac Deutscher var ef til vill raun- særri er hann áætlaði að máske yrðu Bandaríkin eina auðvaldsríkið á jörð- unni árið 2000 — og þó vart lengi (Sjá „Rétt“ 1974, bls. 62). Alþýða íslands þarf að átta sig á því áð- ur en það er orðið um seinan og það „frelsi", sem braskarar íslands og blöð þeirra lijala um, hefur hneppt oss í skuldafjötur bandarískra valdsmanna, — að slíkt „frelsi“ er ekki frelsi manna, heldur „frelsi“ peninganna, verslunarinn- ar, peningavaldsins. Frelsi og öryggi alþýðu til lífs, mennt- unar og frístunda, verður aðeins tryggt með jafnrétti allra til lífshamingju og bræðralags mannanna um eign- og hag- nýtingu auðlindanna og atvinnutækjanna, - með því frelsi sósíalismans, sem verka- lýður Vesturlanda mun skapa er hann dæmir jafnt atvinnuleysi sem þrældóm, kreppu sem kúgun auðvaldsskipulagsins „óalandi og óferjandi“, útlæga úr sínum frjálsa heimi. 3. janúar 1980. 209

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.