Réttur


Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 13

Réttur - 01.10.1979, Qupperneq 13
Hann skildi að liann liafði verið gabbaður af kanadískum auði og norskum hlaupastrákum. ,,Talúð aldrei við Júdasarmjólkinni“ — sagði pabbi bitur á banabeði. III. Þegar pabbi var dáinn fórum við börnin hvert í sína áttina. Ég fór til Þrándheims og fékk vinnu hjá TMV — Vélaverkstæði Þrándheims. Þegar verkamennirnir kvörtuðu undan óþægindum af logsuðureyknum kom fyrirtækið með flóaða mjólk. Þá lamdi ég í borðið og fór suður til að finna betri atvinnurekanda. í Tanager fékk ég vinnu hjá NORSCO sem er hluti af Aker-auðhringnum. Einnig þar fengu verkamennirnir mjólk gegn blýmenguðu lofti. „Onarheim forstjóri segir það duga vel“ sagði verkstjórinn þegar við spurðum um ástœðuna. „Þið gefið okkur gas og blý og flóaða mjólk en sitjið sjálfir með konjaksglas og fleytið rjómann af vinnu okkar“ sögðum við og hótuðum verkfalli. Mjólkurmútunum lauk eftir þami fund. IV. Yngsti bróðir minn, Geir, fékk vinnu í Hamariðjunni í Stavanger. Þegar Geir kvartaði undan of miklugasi í vinnutíma, var honum eklii einusinm boðin mjólk. ,,Hann brosti aldrei til mín,“ var uppsagnarástæða verkfrœðingsms. Þegar félagar Geirs fóru í verkfall honum til stuðnings, var þeim líka sagt upþ. 215

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.