Réttur


Réttur - 01.10.1979, Síða 19

Réttur - 01.10.1979, Síða 19
Báðir eru hinir ákærðu komnir yfir lögaldur sakamanna. Þórbergur fæddur 12. marz 1888 og Finnbogi Rútur 24. sept. 1906. Hvorugur þeirra hefir sætt refsingu eða ákæru áður.“ Þýski konsúilinn vildi setja á ritskoðun og forsætisráðherra gekk erinda hans. „Hinn 9. jan. s. i. snéri þýzka aðalkonsúlatið sér til forsætisráðherra og kvartaði yfir því, að ákærður, Þórbergur Þórðarson, hefði birt í Al- þýðublaðinu þremur dögum áður, upphaf að grein að nafni „Kvalaþorsti Nazista". Taldi konsúlatið grein þessa svo óvenjulega fjandsamlega Þýzka- landi og þýzku ríkisstjórninni og byggða á röng- um og fölskum heimildum. Nefnir það sérstak- lega, að forseti þýzku ríkisstjórnarinnar sé þar kallaður „sadistinn á kanzlarastólnum þýzka". Fer konsúlatið fram á, að ríkisstjórnin hindri áframhaldandi útkomu greinarinnar. Forsætisráðherra snéri sér þegar til ritstjóra Al- þýðublaðsins með málaleitun um að blaðið birti ekki áframhaid greinarinnar, en án árangurs, og vísaði hann þá málinu til dómsmálastjórnarinnar eftir kröfu konsúlatsins. I umræddri grein „Kvalaþorsti nazista" lýsir höfundurinn ógnum þeim, sem hann telur, að andstæðingar þýzkra nazista verði fyrir af þeirra völdum. Greinina byrjar hann svo: „í fullan ára- tug höfðu nazistarnir þýzku beitt öllum kröftum til að innræta þjóðinni miskunnarlaust hatur gegn social-demokrötum, kommúnistum, Gyðingum, friðarvinum og sjálfum erfðafjandanum, Frakk- landi“. Því næst tilfærir hann ummæli, er hann telur vera eftir nokkra forystumenn nazistaflokksins og beri vitni um þetta. Lýsir hann síðan kvölum þeim °9 píningum, sem hann telur að fangaðir menn sæti af hálfu nazista í Þýzkalandi og kemst þar svo að orði: „að jafnvel sjálfan Rannsóknarrétt- inn á Spáni myndi hrylla við, ef hann mætti renna augunum yfir þessi tæp 800 (sic) ár, sem eru milli Luciusar III. og sadistans á kanzlarastólnum Þýzka". Fullyrðir höfundur, að píningarnar í fang- elsunum séu „undirbúnar og skipulagðar af þeim aiönnum, sem nú eiga að gæta laga og siðferðis- aiála ríkisins“, og „háttsettir starfsmenn í nazista- hokknum" stjórni grimmdarverkunum. Höfundur lýsir nú nánar grimmdarverkum þeim, sem framin séu í fangelsunum, og vitnar í þeirri lýsingu til skýrslna, er alþjóðanefnd um þessi mál hafi haft undir höndum. Tilfærir hann í framhaldi greinarinnar dæmi, af einstökum mönnum, er sætt hafi slíkri meðferð í þýzkum fangabúöum og siðar sagt frá, ennfremur lýsingar af einstök- um fangabúðum, og aftökum dæmdra manna. Loks tilfærir hann ýmsar yfirlýsingar úr þýzkum blöðum, þar á meðal nokkrar eftir stjórnarfor- manni Prússlands, Göering, sem hann telur sig sanna að hafi verið rangar, og birtir hann það til þess að sýna „sannsögli foringjanna'1. (Nazista- flokksforingjanna)". Heimildir Þórbergs teknar gildar til refsileysis. „Af greininni er það Ijóst, að hún er ýmist þýð- ing á eða endursögn af erlendum blaðagreinum og bókum. Getur höfundur sumstaðar heimilda sinna í greininni sjálfri og hefir haldið því fram fyrir réttinum, að hann ætli sér að lokum greinar- innar — en henni er ennþá ekki lokið — að birta fullkomna heimildarskrá. Telur hann ekkert það atriði vera í greininni, sem máli skipti, sem ekki verði færðar heimildir að og hefir hann fært fram rök að því undir rannsókn máisins að svo sé. Hefir hann lagt fram í réttinum skrá um heimildir sínar og eru þær þessar: 1. The Brown Book of the Hitler Terror and the Burning of the Reichstag. 2. The Manchester Guardian Weekly. 3. The Living Age. 4. The Nation. 5. Welt Front. 6. Rundschau. 7. A l Z 8. La mondo atentu: parolas Adolf Hitler. 9. La Nova Germanlando. 10. Politiken. 11. Morderlejren i Dachau, eftir Beimler. 12. Götaborgs handels og sjöfartstidning. 13. Dagbladet. 14. Upplýsingar, sem alþjóðasamband sósíal- demokrata send út öðru hvoru. 15. Símskeyti, sem birzt hafa í öllum helztu ís- lenzkum blöðum, bæði frá fréttastofum naz- ista og öðrum. Fyrir réttinum hefir höfundurinn haldið því fram, að með greinabálki þessum hafi hann viljað 219

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.